Útboð, kaup og sala
Útboð, kaup og sala
Hérna að neðan eru hlekkir á síður sem innihalda upplýsingar um útboð sem eru í gangi og hvernig skuli skila inn tilboðum.
Fasteignir
Hægt er að senda fyrirspurnir á fasteignir@rikiskaup.is
Fasteignaauglýsingar Ríkiskaupa eru á fasteignavef Morgunblaðsins.
Ef þú vilt leggja fram kauptilboð, smelltu á hnappinn hér að neðan.
Tilboð í gerð verðmats fasteignar
Bifreiðar
Hvernig skal bera sig að við kaup á bifreiðum?
- Kaupandi sendir umsókn til Ríkiskaupa
Umsókn um bifreiðakaup til bílanefndar ríkisins skal skilað af vef Ríkiskaupa. Í kjölfarið tekur bílanefnd ríkisins umsóknina til afgreiðslu.
-
Kaupandi fer í örútboð
Þegar bílanefnd hefur samþykkt umsóknina skal kaupandi efna til örútboðs um þá / þær bifreið/ar sem kaupa skal.
Örútboð er sent af svæði rammasamnings um bifreiðakaup. Að örútboði loknu skal kaupandi taka saman öll tilboðin sem bárust í eitt skjal. - Kaupandi leggur fram pöntun til Ríkiskaupa
Í kjölfar örútboðs skal kaupandi senda inn innkaupabeiðni á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgigögnum til Ríkiskaupa á netfangið: innkaup@rikiskaup.is
-
Ríkiskaup panta bifreið
Ríkiskaup pantar þá/þær bifreið/ar sem á að kaupa. Seljendur skulu staðfesta við Ríkiskaup pantanir og tilgreina væntanlegan afhendingardag.
Afhending bifreiðar/bifreiða fer fram samkvæmt skilmálum örútboðsins.
Hvernig skal bera sig að við sölu á bifreiðum?
Bílauppboð ehf og Ríkiskaup hafa gert með sér tímabundið samkomulag um að Bílauppboð ehf annist sölu á bifreiðum, tækjum og öðrum búnaði, eftir því sem við á, fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins.
Þegar stofnun hyggst selja bifreið í hennar eigu þarf beiðni um slíkt að berast Bílauppboð ehf og Ríkiskaupum á þar til gerðu eyðublaði. Mikilvægt er að fylla eyðublaðið rétt og vel út. Senda skal eyðublaðið á netfangið sala@krokur.is og CC á rikiskaup@rikiskaup.is
Uppboð fara fram vikulega og eru uppboðsdagar, þriðjudagar en fylgjast má með uppboðum á vefsíðu Bílauppboðs
Bílauppboð Bílauppboð ehf er til húsa í Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ.
Fyrir seljendur - Leiðbeiningar og sölubeiðni:
Lausamunir
Ríkiskaup hafa gert tímabundið samkomulag við Efnisveituna ehf. um sölu lausafjármuna (annarra en bifreiða og sumarhúsa) í samræmi við reglugerð nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins.
Þeim stofnunum sem þurfa að selja lausamuni er bent á að fylla út neðangreinda sölubeiðni þar að lútandi.
Beiðni um sölu á lausafé (á ekki við sölu bifreiða eða sumarhúsa)
Kynningar og viðburðir
Engir viðburðir framundan