Fara í efni

Útboð, kaup og sala

Útboð, kaup og sala

Hérna að neðan eru hlekkir á síður sem innihalda upplýsingar um útboð sem eru í gangi og hvernig skuli skila inn tilboðum.

Fasteignir

Skoða fasteignaauglýsingar Ríkiskaupa á fasteignavef Morgunblaðsins

Bifreiðar

Hvernig skal bera sig að við kaup á bifreiðum?

 1. Umsókn send til Bílanefndar
  Þeir aðilar er hafa hug á að kaupa bifreiðar fyrir hönd stofnana eða ríkisfyrirtækja skulu senda inn þar til gerða umsokn til bílanefndar ríkisins ásamt kröfulýsingu/örútboðslýsingu á fyrirhuguðum bifreiðakaupum.
 2. Kaupendur fara í örútboð
  Væntanlegir kaupendur, sem fengið hafa heimild hjá Bílanefnd ríkisins til bílakaupa skulu efna til örútboðs samkvæmt samþykkt nefndarinnar um þær bifreiðar sem kaupa skal.
 3. Bifreið pöntuð
  Í kjölfar örútboðs skal kaupandi senda inn pöntunarbeiðni ásamt samþykki Bílanefndar ríkisins, örútboðslýsingu og öllum tilboðum boðinna bifreiða og samantektarblaði til Ríkiskaupa á grundvelli örútboðsins. Ríkiskaup panta skriflega hjá seljendum allar bifreiðar sem fyrirhugað er að kaupa.
 4. Afhending
  Afhending bifreiðar/bifreiða fer fram samkvæmt skilmálum örútboðsins. Seljanda ber því að staðfesta afhendingartíma með formlegum hætti í tilboði sínu.

Sjá nánar

Hvernig skal bera sig að við sölu á bifreiðum?

Bílauppboð ehf og Ríkiskaup hafa gert með sér tímabundið samkomulag um að Bílauppboð ehf annist sölu á bifreiðum, tækjum og öðrum búnaði, eftir því sem við á, fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins.

Þegar stofnun hyggst selja bifreið í hennar eigu þarf beiðni um slíkt að berast Bílauppboð ehf og Ríkiskaupum á þar til gerðu eyðublaði. Mikilvægt er að fylla eyðublaðið  rétt og vel út. Senda skal eyðublaðið á netfangið krokur@krokur.net og CC á rikiskaup@rikiskaup.is

Uppboð fara fram vikulega og eru uppboðsdagar, þriðjudagar en fylgjast má með uppboðum á vefsíðu Bílauppboðs

Bílauppboð Bílauppboð ehf er til húsa í Suðurhrauni 3, 210 Garðabæ.


Fyrir seljendur - Leiðbeiningar og sölubeiðni:

 Leiðbeiningar fyrir seljendur bifreiða og tækja 

Beiðni til Ríkiskaupa um sölu á bifreið

 

 

Lausamunir

Þeim stofnunum sem þurfa að selja lausamuni er bent á að hafa samband við Ríkiskaup:

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími 530 1400

Kynningar og viðburðir

Engir viðburðir framundan

Uppfært 18. janúar 2019
Getum við bætt síðuna?