Fara í efni

Tilboðsgerð, nokkur heilræði

Ef þú ert ekki kunnug/ur TendSign kerfinu gefðu þér tíma til að skoða þessar leiðbeiningar um kerfið.

Eftirfarandi atriði er mikilvægt að hafa í huga við tilboðsgerð:

  • Hefja tilboðsgerð tímanlega. Gríðarlega mikilvægt til að komast hjá tímaþröng þegar tilboðsfrestur er að renna út. 
  • Skila tilboði inn á réttum tíma. 
    Ekki bíða fram á síðasta dag, sendið tilboð strax og þið eruð búin. Þið getið alltaf sótt aftur og breytt áður en opnun fer fram.
    Ríkiskaup sér ekki tilboðin fyrr en eftir að útgefinn opnunartími er liðinn.  Þessi vinnubrögð koma í veg fyrir að tilboðum sé skilað of seint inn eða bjóðendur lenda í erfiðleikum með skil ef ekki er búið að fylla allt út.
  • Setja tilboð fram í samræmi við útboðsgögn.
  • Ekki setja fyrirvara um gildi tilboða. 
  • Vanda til verka.

Fyrirspurnum varðandi útboðið sjálft skal skila í TendSign.

Uppfært 1. febrúar 2021