Um Ríkiskaup
Fyrstu lög um stofnun Ríkiskaupa þar sem kveðið er á um miðlæga innkaupastofnun fyrir ríkið voru sett þann 5. júní 1947 en starfsemin hófst þann 15. janúar 1949.
Stofnunin heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið og er hún kostuð af sjálfaflafé. Rekstrarformið fellur í þann flokk sem nefnist A-hluta stofnun og með því er átt að ríkið er að fullu ábyrgt gagnvart starfseminni. Ríkiskaup þurfa þó að afla sér eigin tekna og er því ekki úthlutað fé af af fjárlögum.
Boðið er upp á sérhæfðar innkaupalausnir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins og þannig leitast við að ná settum markmiðum varðandi sparnað og hagræðingu. Þó er ávallt reynt að kanna og meta sameiginlegar þarfir auk þess að beita sér fyrir samræmdum innkaupum sem nýtast fyrir sem flesta. Ríkiskaup annast þannig beina framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir og fyrirtæki í rekstri Ríkissjóðs og er þetta fyrirkomulag bundið í lög.
Forstjóri Ríkiskaupa er Björgvin Víkingsson.
Um opinber innkaup á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Heimilisfang
Borgartún 26, 7. hæð
105 Reykjavík
Sími 530 1400
Kennitala 660169-4749
Netfang rikiskaup@rikiskaup.is
Afgreiðslutími skrifstofu: kl. 09.00 til 15.00