Fara í efni

Framkvæmd útboðs

  • Mikilvægt er að vanda undirbúning, gera þarfagreiningu og hefja útboðsgerð tímanlega.
  • Uppgefin tímamörk eru með fyrirvara um umfang útboðs, tæknilegar útfærslur og sérþekkingu kaupanda. 

Framkvæmd útboða ferill

Verkbeiðni er skilað til Ríkiskaupa. Allt að 14 dagar geta liðið þar til vinnsla hefst. 

  1. Undirbúningur og greining, upphafsfundur. 
    Lagður grunnur að útboðinu, þarfir skilgreindar, tæknilegar útfærslur. 
    Verkefnisstjóri Ríkiskaupa boðar til upphafsfundar þar sem grunnur er lagður að útboðinu. 
    Eftir upphafsfund fær kaupandi nákvæma tíma- og kostnaðaráætlun. 

    Þarfagreining
    Hlutverk kaupanda, Ríkiskaupa og ráðgjafa
  2. Gerð útboðs- og samningsskilmála. 

  3. Gæðarýni.  

  4. Útboðsauglýsing á TED (Tenders Electronic Daily) útboðsvefur Evrópusambandsins.
  5. Útboð auglýst. 
    Birt á utbodsvefur.is
    Tilboðum er skilað í TendSign kerfinu
    Verkefnisstjóri Ríkiskaupa vaktar og hefur umsjón með fyrirspurnum og breytingum sem kunna að verða. 

  6. Opnun tilboða. 
    Opnunarskýrsla er birt á vef Ríkiskaupa innan tveggja virkra daga frá opnun.  Í henni er er tilgreint tilgreint hverjir sendu inn tilboð og hvers eðlis þau voru. 

    Opnun tilboða


  7. Úrvinnsla. 

  8. Val tilboðs sent á bjóðendur. 

  9. Biðtími 5-10 dagar

  10. Taka tilboðs.  Birt á vef Ríkiskaupa. 
    Niðurstöður útboða


Uppfært 29. ágúst 2022