Fara í efni

Vistvæn innkaup

Í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda til ársins 2030 er kveðið á um að vistvæn innkaup verði gerð að almennri reglu við innkaup ríkisaðila og að umhverfis- og loftslagssjónarmið verða hluti af stefnu um sjálfbær opinber innkaup. 

Útgangspunkturinn er að ekki þurfi sérstaka stefnu um vistvæn innkaup heldur að umhverfis- og loftslagssjónarmið verði hluti af stefnu ríkisins
um sjálfbær opinber innkaup.

Ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 177 milljarða króna og því mikil tækifæri
fólgin í að marka skýra umhverfisstefnu varðandi innkaupin.

Tækifæri eru til að gera margvíslega innkaupaflokka mun vistvænni:

  • Í öllum rammasamningum er  kveðið á um umhverfisskilyrði og viðurkenndar umhverfisvottanir.
  • Minnka kolefnisspor verulega með breytingum á hönnun mannvirkja, notkun á umhverfisvænni steypu og öðrum breytingum varðandi vistvænni aðföng byggingavara.
  • Innkaup matvæla. Íslenska ríkið getur sem stórkaupandi fyrir mötuneyti sín haft víðtæk áhrif á eftirspurn eftir matvælum, stuðlað að umhverfisvænum innkaupum, dregið úr kolefnisspori og eflt nýsköpun.  Í innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila, frá 2019, er meðal annars lögð áhersla á að innkaupaferlar breytist þannig
    að mötuneyti fái aðgang að umbúðalausum matvælum og að hannað verði opinbert
    reiknilíkan fyrir kolefnisspor matvæla.
Uppfært 2. mars 2022