Fara í efni

Kaup innan eða utan rammasamninga?

 

Byrja þarf á að kanna hvort vara, þjónusta eða verkefni er innan rammasamnings. Ef svo er ber að kaupa inn samkvæmt þeim samningi. 

Utan rammasamnings

Ef vara eða þjónusta er ekki innan rammasamnings en undir viðmiðunarupphæðum skal gæta að samkeppni og hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja með sannanlegum hætti. Það má gera með því að senda tölvupóst til þeirra fyrirtækja sem vitað er að selja þjónustuna eða vöruna. 

  • 24. gr. OIL (lög um opinber innkaup),  leiðbeiningar um innkaup sem eru ekki innan rammasamninga en undir viðmiðunarfjárhæðum. 

Mikilvægt er að gleyma ekki smáum fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref og gefa þeim kost á að gera tilboð. Opinberir kaupendur þurfa að hafa í huga að þeirra markaðshegðun getur haft mikil áhrif á hvort ný fyrirtæki ná fótfestu á markaðnum og efla þannig samkeppni.

Innan rammasamnings

Ef  rammasamningur hefur verið gerður um vöru eða þjónustu, þá er A-hluta-stofnunum skylt að kaupa inn samkvæmt þeim samningum. Sama gildir um sveitarfélög og aðra opinbera kaupendur sem eru aðilar að þeim. Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað í kærum á hendur kaupendum sem hafa keypt utan rammasamninga. Niðurstaðan er sú að rammasamningar eru skuldbindandi samkvæmt efni sínu. Ef engar undanþágur eru í rammasamningi til að kaupa utan rammasamnings gildir sama meginregla og um alla aðra samninga, þeir eru bindandi.

Mikilvægt er fyrir opinbera aðila að kynna sér vel þá rammasamninga sem í gildi eru. Auðvelt er fyrir kaupendur að fá aðgang til að skoða kjör og nálgast upplýsingar um seljendur í rammasamningunum.

Opnir reikningar ríkisins  Þar geta seljendur innan rammasamninga fylgst með því hvort kaupandi virðir gerða samninga. 

Hagnýtar upplýsingar um rammasamninga

Leiðbeiningar um nýskráningu til að skoða kjör innan rammasamninga

 

Uppfært 30. nóvember 2020