Fara í efni

Fyrir hverja eru rammasamningar?

Skv. lögum um opinber innkaup 120/2016 hafa allar ríkisstofnanir sem reknar eru fyrir 50% eða þar yfir af almannafé, rétt á að kaupa eftir rammasamningum. Aðild að rammasamningum nær einnig til samtaka sem þessir aðilar hafa gert með sér.
Þá hefur dvalar- og öldrunarheimilum sem eru í blandaðri eigu ríkis og sveitarfélaga og/eða sjálfseignarfélög einnig verið veittur réttur til aðildar.

Auk þeirra geta sveitarfélög sótt um aðild með skriflegu umboði til Ríkiskaupa. Ríkiskaup kynna væntanleg rammasamningsútboð í upphafi árs og sveitarfélög eru hvött til þátttöku í rammasamningum.

Samkvæmt íslenskri framkvæmd er kaupanda, sem er aðili að rammasamningi,óheimilt að bjóða út innkaup
eða kaupa inn með öðrum hætti fram hjá rammasamningi ef rammasamningur tekur til innkaupanna og honum
hefur ekki verið sagt upp eða rift.
 

Kennitölulisti yfir aðila að rammasamningakerfinu 2019

Listinn er aðgengilegur í excelskjalinu hér að neðan. Vinsamlegast aðhugið að enn er verið að taka við beiðnum um aðild, þannig að enn geta bæst við einhverjir aðilar.

Tilkynnt verður um slíkar viðbætur og allar breytingar og lagfæringar hér á vefnum. Ríkiskaup hvetja jafn birgja sem kaupendur til að láta vita um villur og/eða viðbætur.

Þá er einnig mikilvægt að seljendur í rammasamningum séu meðvitaðir um hvort einhverjir aðilar að kerfinu hafi sagt sig frá einstaka rammasamningum. Upplýsingar um slíkt eru birtar í útboðsgögnum hverju sinni og á vefnum við hvern rammasamingsflokk fyrir sig, eftir því sem við á.

RS_adilar_Veflisti_30_júní_2019

Listi yfir forstöðumenn ríkisstofnana á vef Félags forstöðumanna ríkisstofnana:

(PDF skjal) http://ffr.is/wp-content/uploads/2018/02/FFR_felagaskra_februar_2018.pdf

Á vef stjórnarráðsins:
Listi yfir forstöðumenn skv. 2. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum. (Opnast í nýjum vafraglugga)

Í 1. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum eru taldir upp í 13 töluliðum þeir sem teljast embættismenn samkvæmt lögunum. Í 2. mgr. segir að ráðherra skeri úr því hvaða starfsmenn falli undir 13. tölulið þessarar greinar, þ.e. forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem ekki eru taldir sérstaklega upp í 1. - 12. tölulið. Jafnframt segir að ráðherra skuli fyrir 1. febrúar ár hvert birta í Lögbirtingablaði lista yfir þá starfsmenn.

Listi yfir forsvarsmenn sveitarfélaga

Á vef sambands íslenskra sveitarfélaga:
(XLS skjal) http://www.samband.is/media/skjol-um-sveitarfelog/sveitfax18.xls

Uppfært 30. júlí 2019
Getum við bætt síðuna?