Fara í efni

Viðmiðunarfjárhæðir og tilboðsfrestir

Viðmiðunarfjárhæðir

Kveðið er á um viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa í III. kafla, 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. 

Óheimilt er að er að skipta upp verki eða innkaupum á vöru, verki eða þjónustu í því skyni að innkaup verði undir viðmiðunarfjárhæðum nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Sjá nánar 25. gr. OIL um útreikning á virði samnings.

Þegar innkaupum á fyrirhuguðu verki eða þjónustu er skipt upp í fleiri sjálfstæða samninga skal miða við samanlagt virði allra samninganna. Sama á við þegar innkaupum á vöru af svipaðri tegund er skipt upp í fleiri sjálfstæða samninga. Sé samanlagt virði allra samninganna yfir viðmiðunar­fjárhæðum skal líta svo á að verðgildi hvers og eins samnings sé einnig yfir viðmiðunarmörkum. Þrátt fyrir að heildarvirði samninga sé yfir viðmiðunarfjárhæðum er heimilt að gera einstaka samninga án útboðs fyrir allt að 20% af samanlagðri heildarfjárhæð allra samn­ingshluta ef áætlað verðmæti viðkomandi samningshluta, án virðisaukaskatts, er lægra en 12.023.000 kr. vegna vöru eða þjónustu og 150.299.000 kr. vegna verks.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Íslandi - Gilda frá 09.03.2022

Kaupandi

Gerð innkaupa Viðmiðunarfjárh. í ISK. án vsk.
Opinberir aðilar að meðtöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér.
Þetta tók gildi fyrir sveitarfélög frá 31. maí 2019
Vörukaup og þjónusta 18.519.000
Verkframkvæmdir 58.543.000

Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) -  Gilda frá 09.03.2022.

Kaupandi Gerð innkaupa Viðmiðunarfjárh. í ISK. án vsk.
Opinberir aðilar að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér. Vörusamningar og þjónustusamningar. 21.041.000
  Verksamningar. 808.914.000
Sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum og samtök sem þessir aðilar kunna að hafa með sér. Vörusamningar og þjónustusamningar. 32.314.000
  Verksamningar. 808.914.000
Viðmiðunarfjárhæðir vegna kostnaðarþátttöku opinberra aðila, sbr. 14. gr. laga um opinber inn­kaup. Þjónustusamningar. 32.314.000
 

Verksamningar.

808.914.000
Viðmiðunarfjárhæð vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu samkvæmt VIII. kafla laga um opinber innkaup, sem gerðir eru af opinberum aðilum.
Þjónustusamningar.

112.724.000

Reglugerð 360/2022 .

Viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa  aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu - Gilda frá 09.03.2022.

Kaupandi Gerð innkaupa Viðmiðunarfjárh. í ISK. án vsk.
Aðilar sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Vöru- og þjónustusamningar  og hönnunarsamkeppnir. 64.779.000
Aðilar sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Verksamningar. 808.914.000
Aðilar sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Þjónustusamningar um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu sem talin er upp í XVII. viðauka. 150.299.00

Reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. (br. á rgj. 340/2017 nr. 358/2022)  

Sömu upphæðir gilda einnig fyrir stofnanir á sviði varnar og öryggismála jafnt innanlands sem á EES. (br. á rgj. 845/2014 nr. 359/2022)

Sérleyfissamningar

Sérleyfissamningar um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins. (br. á rgj. 950/2017 nr. 361/2022) Reglugerðin gildir um sérleyfi þar sem áætlað verðmæti samnings, án virðisaukaskatts, er jafnt eða meira en 808.914.000 kr.

Tilkynningar um sérleyfi skv. 32. gr. skal einnig auglýsa opinberlega á útboðsvef (utbodsvefur.is) sem er sameiginlegur auglýsingavettvangur fyrir opinber útboð.

Um innkaup undir innlendum viðmiðunarmörkum

24. gr. laganna fjallar um innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum. Þar segir:

„Við innkaup undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í 1. mgr. 23. gr. skal kaupandi ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum. Við þessi innkaup skal gæta að samkeppni og virða jafnræðisreglu 15. gr., svo og ákvæði 49. gr. um tæknilýsingar.“

Sjá leiðbeiningar og verðfyrirspurnarform 

Tilboðsfrestir

Fyrirspurnar - og svarfrestir

Frestur til að skila inn fyrirspurnum: 9 dagar.
Frestur til að svara fyrirspurnum: 6 dagar.

Uppfært 31. mars 2022