Fara í efni

Hlutverk og markmið

Hlutverk Ríkiskaupa er að stuðla að sem mestri hagkvæmni í öflun aðfanga til ríkisrekstrar með áherslu á virka samkeppni, jafnræði og nýsköpun.

Meginmarkmið

  • Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa.
  • Stuðla að virkri samkeppni og jafnræði milli aðila á markaði.
  • Auka nýsköpun og skilvirkni í innkaupum.
  • Miðla þekkingu og reynslu sem stuðlar að hagkvæmni í ríkisrekstri.

Framtíðarsýn

  • Ríkiskaup eru eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa.
  • Framlag Ríkiskaupa til verðmætasköpunar og hagkvæmni í ríkisrekstrinum er óumdeilt.

Gildi

HAGSÝNI – Við náum árangri í störfum okkar með hagkvæmni að leiðarljósi.
ÞEKKING – Við höfum sérþekkingu á opinberum innkaupum og miðlum henni með þjónustu okkar.
HEIÐARLEIKI – Við fylgjum siðareglum og leggjum áherslu á gagnsæi og jafnræði í störfum okkar.

Uppfært 19. janúar 2021
Getum við bætt síðuna?