Fara í efni

Samningsstjórnun

Samningsstjórnun hjá opinberum aðilum felst í því að fylgjast reglulega með því hvort seljandi uppfyllir skyldur sínar skv. samningi og skrá frávik og gera kröfur um úrbætur í samræmi við ákvæði samnings. Sé um viðvarandi eða stórkostlega vanrækslu seljanda að ræða getur verið nauðsynlegt að rifta samningnum eða grípa til annarra vanefndaúrræða samningsins.

Í viðamiklum samningum eru oft ákvæði um hvaða aðilar stjórna samningnum, hvað skal gera þegar upp kemur ágreiningur og hvaða vanefndaúrræði eru heimil. Einnig er oft tilvísun í staðla sem eru til fyllingar og skýringar varðandi útboðs- og samningsskilmála, t.d. ÍST 30 um verkframkvæmdir. 

Þegar kaupandi telur að hans tilmæli um úrbætur séu ekki virt getur verið nauðsynlegt að kaupa lögfræðiþjónustu til að knýja seljanda til að sinna sínum skyldum með öllum tiltækum vanefndaúrræðum. Vanefndaúrræði auk riftunar geta verið krafa um afslátt eða skaðabætur.

Uppfært 19. janúar 2021