Fara í efni

Umboð til að leggja fram tilboð

Ef tilboð er sett fram fyrir hönd annars aðila, þá skal afrit af undirritaðri heimild fylgja tilboðinu.

Heimildin skal innifela m.a:

  • Nafn annars aðilans (fyrirtækis eða einstaklings) sem er raunverulegi bjóðandinn.

  • Nafn þriðja aðilans sem kemur fram fyrir hönd annars aðilans (bjóðandans).

  • Hve víðtæk heimildin er (heimild til að staðfesta pantanir, taka við greiðslum osfrv).

  • Nafn tengiliðs (staða, símanúmer, faxnúmer, netfang ásamt heimilisfangi).

  • Takmarkanir á heimildinni (ef einhverjar eru).

  • Undirskrift aðila sem er heimilt að skuldbinda annan aðilann (bjóðandann) ásamt öllum nauðsynlegum upplýsingum (nafn, staða, símanúmer osfrv).

  • Staður og dagsetning heimildarinnar.

 Eyðublað til að veita umboð

Uppfært 29. desember 2020