Fara í efni

Samevrópsk hæfisyfirlýsing bjóðenda - ESPD

Í nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 er það nýmæli að heimiluð er notkun á  svokallaðri samevrópskri hæfisyfirlýsingu bjóðenda. Þessi heimild felur í sér að  framvegis þarf aðeins sá  bjóðandi sem hlýtur samning að leggja fram skjöl til staðfestingar á hæfi sínu og nota má sömu hæfisyfirlýsingu aftur aðeins skal að uppfæra eftir þörfum.
Vonast er til að þetta minnki vinnu við tilboðsgerð um 80%.
Gert er ráð fyrir að slíkar hæfisyfirlýsingar verði rafrænar en eins og er verður notast við staðlað eyðublað sem finna má hér neðar á síðunni


 Staðlað eyðublað fyrir samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðanda

The European Single Procurement Document (ESPD) is a self-declaration form used in public procurement procedures by public buyers and businesses in the EU. Before the introduction of the ESPD, companies were required to submit various documents to prove that they fulfill the exclusion and selection criteria of a tender, for example have paid taxes and have not been convicted of criminal activity. Now, companies are able to meet these obligations with a single ESPD self-declaration form. The actual documents will only have to be provided by the winner of the tender.

According to the new public procurement directives, the ESPD shall be provided exclusively in electronic form. However, to allow for the transition to the obligatory use of electronic means of communication, both electronic and paper versions of the ESPD may be used until  April 18th 2018.

 European Single Procurement Document (ESPD)

Leiðbeiningar á vef Evrópusambandsins - Directions on how to use the ESPD

 

(Einnig má skoða myndbandið á YouTube)

Hægt er að skoða viðbótar upplýsingar á vef EU .

Hlekkur á FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/7

frá 5. janúar 2016 um staðlað eyðublað fyrir samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðanda

Fjallað er um samevrópsku hæfisyfirlýsinguna í 73. grein laga nr 120/2016 um opinber innkaup
sem er eftirfarandi:

73. gr. Hæfisyfirlýsing bjóðanda.

Fyrirtæki er heimilt að leggja fram sérstaka hæfisyfirlýsingu, sem eigin yfirlýsingu og bráðabirgðasönnun fyrir því að það uppfylli kröfur kaupanda, í stað vottorða sem gefin eru út af stjórnvöldum eða sambærilegum aðilum, til staðfestingar á að það uppfylli eftirfarandi skilyrði:
   

  • Að ástæður til útilokunar vegna persónulegra aðstæðna skv. 68. gr. séu ekki til staðar.
  1.     Að fyrirtæki uppfylli viðeigandi hæfiskröfur sem settar hafa verið fram skv. 69.–72. gr.   
  2. Að fyrirtæki uppfylli, eftir því sem við á, hlutlægar reglur og viðmiðanir sem settar hafa verið fram skv. 78. gr.
  3. Ef fyrirtæki byggir á getu annars aðila í samræmi við 76. gr. skal hæfisyfirlýsing bjóðanda einnig innihalda viðeigandi upplýsingar skv. 1. mgr. um þann aðila.
  • Hæfisyfirlýsing bjóðanda skal vera formleg yfirlýsing fyrirtækis um að viðeigandi ástæða til útilokunar eigi ekki við eða að það uppfylli viðeigandi hæfiskröfur og innihalda viðeigandi upplýsingar sem kaupandi krefst. Hæfisyfirlýsing bjóðanda skal einnig tilgreina það opinbera stjórnvald eða þann þriðja aðila sem ber ábyrgð á að útbúa fylgiskjöl og innihalda formlega yfirlýsingu um að fyrirtæki muni tafarlaust geta lagt fram þessi fylgiskjöl sé um það beðið. Þegar kaupandi getur haft beinan aðgang að fylgiskjölum í gagnasafni, sbr. 8. mgr., skulu nauðsynlegar upplýsingar um slíkan aðgang koma fram í hæfisyfirlýsingu bjóðanda, t.d. veffang gagnasafnsins, auðkennisgögn og, ef við á, nauðsynleg yfirlýsing um samþykki.
  • Fyrirtæki er heimilt að nota aftur sömu hæfisyfirlýsingu sem lögð var fram í fyrra innkaupaferli ef það staðfestir að upplýsingarnar í því séu enn réttar.
  • Ráðuneytið skal gefa út staðlað eyðublað fyrir hæfisyfirlýsingu bjóðanda sem skal aðeins vera aðgengileg á rafrænu formi.
  • Kaupandi getur hvenær sem er á meðan á innkaupaferli stendur farið fram á að fyrirtæki leggi fram öll eða hluta fylgiskjala ef það er nauðsynlegt til að tryggja eðlilegan framgang innkaupaferlis.
  • Kaupandi skal áður en opinber samningur er gerður krefjast þess að fyrirtæki, sem ákveðið hefur verið að gera samning við, leggi fram uppfærð fylgiskjöl, í samræmi við 74. gr. og eftir atvikum 75. gr., ásamt nauðsynlegum skýringum ef þess þykir þörf. Ekki er skylt að krefjast þess að leggja þurfi fram fylgiskjöl við gerð rammasamnings skv. 4. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 40. gr.
  • Þá skal fyrirtæki ekki krafið um fylgiskjöl ef kaupandi, sem gerir samning eða rammasamning, er þegar með þessi skjöl undir höndum. Þegar kaupandi hefur beinan gjaldfrjálsan aðgang að landsbundnum gagnagrunni þar sem unnt er að nálgast fylgiskjöl, vottorð eða önnur skrifleg sönnunargögn um hæfi bjóðanda skal kaupandi jafnframt ekki krefjast þess að fyrirtæki leggi fram gögn eða uppfærslur á þeim.
Uppfært 12. október 2020