Fara í efni

Leiðbeiningar um rafræna þátttöku í hönnunarsamkeppni með nafnleynd

Þátttakendur í hönnunarsamkeppni með nafnleynd þurfa að skrá sig nafnlaust í útboðskerfið TendSign eftir neðangreindum leiðbeiningum.

Ekki er heimilt að skrá sig til keppni öðruvísi en undir sérstakri skráningu í útboðskerfið. Ef þátttakandi sendir inn tilboð sitt undir eigin nafni og eigin fyrirtækjaskráningu á hann á hættu á að innsend tillaga verði metin ógild.

Leiðbeiningar:

 1. Þátttökunúmer
  Þátttakandi velur sitt  7 stafa númer tilviljunarkennt (þannig að ekki er möguleiki á að rekja númer til þátttakanda)  til að nota við þátttöku. 
  Hér á myndinni er sýnt dæmi um hvernig er  hægt  að fara inn á google.com og slá inn “random number generator” og biðja um númer að lágmarki 1000000 og að hámarki 9999999.
  Random númer hjá Google


  Þátttakanda er einnig frjálst að velja og ákveða sitt eigið 7 stafa þátttökunúmer. Það má þó ekki vera rekjanlegt á neinn hátt og sú hætta er fyrir hendi að tveir séu með sama númer, þannig að mælt er frekar með “random” aðferðinni.   (Notið ekki  númerið 6645400 , né eigin kennitölu).
  Nú er þátttakandi kominn með sitt eigið 7 stafa þátttökunúmer í keppnina.  Skráið númerið hjá ykkur, en gefið það ekki upp við neinn annan!!

 2. Nýtt netfang.
  Þátttakandi skráir sig fyrir nýju netfangi hjá  t.d. yahoo.com, gmail.com, hotmail.com eða sambærilegt. 

  Þátttakandi velur sér dulnefni.  Hér í dæminu er dulnefnið: Blær Mosdal.  

  Hér setur þátttakandi inn  símanúmerið sitt , þar sem  aðrir hafa ekki aðgang að þeim upplýsingum, þá  er það  í lagi.   Skráið sjálf valið dulnefni og netfang hjá ykkur!!

  Nýtt netfang valið

 3. Innskráning
  Þátttökuskjölin eru í TendSign.is
  Þátttakandi skráir sig í kerfið á kennitölu Ríkiskaupa og þátttökunúmeri sbr. skref 1, heimilisfangi Ríkiskaupa, dulnefni og nýju netfangi þátttakanda sbr. skref 2.

  Stofnið gjaldfrjálsan aðgang að TendSign með því að smella á appelsínugula hnappinn.

  Nýskráning í kerfið:

  1.  Kennitala Ríkiskaupa, 6601694749 + 7 stafa þátttökunúmer
   Þar sem kerfið þekkir ekki þá kennitölu kemur upp villumelding: The Corporate ID does not exist in TendSign, please register company in the form below.
   Haldið áfram að fylla út í formið og ýtið svo á skrá. Villumeldingin stoppar ekki ferlið.
  2. Heimilisfang Ríkiskaupa, Borgartún 7C, 105 Reykjavík
  3. Símanúmer Ríkiskaupa, 530 1400

Undir: “Individual information”:

a) Dulnefni þátttakanda

b) Nýtt netfang þátttakanda
Nota skal símanúmer Ríkiskaupa eins og á myndinni.

Hér í dæminu er 6601694749 kennitala Ríkiskaupa og þátttökunúmerið í dæminu er 6645400,
þar sem þátttakandi setur sitt eigið “random” númer.

Hér í dæminu  er dulnefnið Blær Mosdal, þar sem þátttakandi setur sitt eigið dulnefni.  

 1. Öll samskipti í samkeppninni fara alfarið fram í gegnum þennan dulkóðaða þátttakanda, þ.m.t. fyrirspurnir og svör.  Þátttakendur nota einungis nýja netfangið og dulkóðuðu Tendsign skráninguna til samskipta í rafrænu útboðsumhverfi fyrir keppnina.
 2. Einungis þátttakandi veit hver skráði sig fyrir netfanginu eða er á bak við númerið.
 3. Niðurstöður dómnefndar verða tilkynntar  í útboðskerfinu TendSign og sent á netföngin sem búin voru til af þessu tilefni.
 4. Ríkiskaup sendir tilkynningu á netföngin ásamt sérstökum kóða þannig að þátttakandi getur sannað að hann sé á bak við viðkomandi netfang.
 5. Þegar niðurstöður dómnefndar liggja fyrir mun Ríkiskaup óska eftir upplýsingum um þátttakendur og höfunda, þ.e. hver er á bak við netfangið og þátttökunúmerið.
 •  Ítrekað er að þátttakendur skrái hjá sér nýju netföngin og þau lykilorð sem þar eiga við, því þar koma áminningar útboðskerfis um nýjar fyrirspurnir og svör og er það alfarið á ábyrgð þátttakanda að fylgjast þar með.  Gott er að setja reglu um áframsendingu í nýja netfangið um að póstar fari í það á netfang sem þátttakandi notar mest. 
 • Athugið! Fyrir næstu samkeppni skal svo endurtaka ferlið. Netfangið er einungis nýtt í þessa ákveðnu samkeppni og búa skal til nýjar innskráningar fyrir hverja samkeppni, með nýju tilviljunarvöldu númeri og nýju netfangi.

 

Uppfært 6. október 2021