Fara í efni

Skipurit

Ríkiskaup eru ein af stofnunum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og starfa á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Forstjóri Ríkiskaupa er Sara Lind Guðbergsdóttir.

Skipurit

Skýringar með skipuriti Ríkiskaupa

Skipuritið tók gildi 1. apríl 2021.
Skipulag Ríkiskaupa byggir á þremur fagsviðum sem sinna kjarnastarfsemi stofnunarinnar auk sérstaks sviðs stjórnunar og umbóta.

Framkvæmd útboða

Svið framkvæmda útboða veitir alhliða þjónustu vegna útboða og innkaupa til opinberra aðila, sem og annarra seljenda, í samræmi við lög um opinber innkaup. Sviðið sér um ráðgjöf til opinberra aðila, umsjón og stýringu verkefna vegna kaupa á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum, sem og notkun rammasamninga. Markmið sviðsins er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni og vistvænni nálgun í opinberum rekstri með virkri samkeppni, ásamt því að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu, í samstarfi við markaðinn.

Fyrirspurnir vegna framkvæmda útboða og innkaupa skulu berast á tölvupóstfangið utbod@rikiskaup.is

Stefnumótandi innkaup

Svið stefnumótandi innkaupa annast vöruflokkastjórnun, forgangsröðun samninga og gerir frumkvæðis- og tækifærisgreiningar í innkaupum og útgjöldum opinberra aðila, sem miða að því að hámarka nýtingu opinbers fjár og auka virði ríkisins í heild.

Fyrirspurnir vegna stefnumótandi innkaupa skulu berast á tölvupóstfangið stefnumotandiinnkaup@rikiskaup.is

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Svið nýsköpunar og viðskiptaþróunar er sérstakur vettvangur fyrir opinbera nýsköpun og rekstrarráðgjöf. Lögð er áhersla á að vinna með opinberum aðilum við að greina þau tækifæri sem gefast í kringum nýsköpun og innkaup. Ríkiskaup munu upplýsa opinbera aðila um þau tækifæri sem þar felast og hvetja þá til að nota nýskapandi lausnir í opinberri starfsemi. Sviðið hefur yfirumsjón með reglulegum nýsköpunarmótum og annast samskipti stofnunarinnar við markaðinn og opinbera aðila vegna nýskapandi lausna og þróunartækifæra.

Sviðsstjóri nýsköpunar og viðskiptaþróunar er Stefán Þór Helgason.
Fyrirspurnir vegna nýsköpunar og viðskiptaþróunar skulu berast á tölvupóstfangið stefan.th.helgason@rikiskaup.is

Stjórnun og umbætur

Svið stjórnunar og umbóta annast sameiginleg málefni Ríkiskaupa, rekstrartengd mál stofnunarinnar svo sem bókhalds- og fjármálaumsjón, áætlanagerð og uppgjör. Sviðið fer jafnframt með mannauðsmál stofnunarinnar og framfylgir stefnu Ríkiskaupa í samvinnu við forstjóra og framkvæmdastjórn. Þá stýrir sviðið samskipta- og fræðslumálum stofnunarinnar og veitir lögfræðilega ráðgjöf til þeirra sem til stofnunarinnar leita.

Eignasala fyrir stofnanir og fyrirtæki sem kostuð eru að meirihluta til af almannafé heyrir einnig undir sviðið.

Sviðsstjóri stjórnunar og umbóta er Sara Lind Guðbergsdóttir. Hún er jafnframt staðgengill forstjóra.

Uppfært 11. september 2023