Fara í efni

Laugavegsreitur

Ríkiskaup leita tilboða í Laugaveg 114, 116, 118b og Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, samtals um 8.200 m2 í hjarta miðbæjarins. Eign sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika.

Hægt er að bóka skoðunarferð með því að senda tölvupóst á netfangið: fasteignir@rikiskaup.is

Fasteignin (fyrrum húsnæði Tryggingastofnunar, Sjúkratrygginga o.fl.) er eitt af kennileitum Reykjavíkur og er staðsett á horni Laugavegar og Snorrabrautar.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: fasteignir@rikiskaup.is. Fyrirspurnum verður svarað í ágúst, eftir sumarleyfi.
Tilboðum er hægt að skila á rikiskaup.is: Senda inn tilboð

Um er að ræða sex fastanúmer í framangreindum húsnúmerum sem skiptast skv. eftirfarandi:

Öll eignin að Laugavegi 114. Húsið er fimm hæðir og kjallari.

 • fastanúmer 201-0359, samtals 2291,2 m2

Þrír matshlutar í eigninni að Laugavegi 116. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Eignahlutar sem um ræðir eru:

 • matshluti 0201, fastanúmer 201-0369, samtals. 356 m2 - 2. hæð
 • matshluti 0301, fastanúmer 201-0371, samtals. 768,2 m2 - 3. hæð
 • matshluti 0401, fastanúmer 201-0372 samtals 773 m2 - 4. hæð

Tveir matshluta í eigninni að Rauðarárstíg 10 (sama hús og Laugavegur 118b). Húsið er fimm hæðir og kjallari. Um er að ræða kjallara, aðra, þriðju og fjórðu hæð ásamt rými á fimmtu hæð sem er loftræstirými. Að auki fylgja samtals 12 bílastæði í kjallara.

 • matshluti 0201, fastanúmer 201-0362, samtals 1417,8 m2
 • matshluti 0202, fastanúmer 201-0365, samtals 2565 m2

Samtals 8.171 m2, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Lyfta er í hverju stigahúsi.

Stefnt er að því að selja eignarhlutana í einu lagi. Eigendahópur annarra matshluta er fjölbreyttur.

 • Um 8.200 m2 fasteign í hjarta miðbæjarins sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika
 • Fasteignin er eitt af kennileitum Reykjavíkur og er staðsett á horni Laugavegar og Snorrabrautar
 • Staðsetning er við Hlemm, miðpunkt fyrirhugaðrar Borgarlínu
 • Fjölbreytt mannlíf, veitingastaðir, kaffihús og hótel í nágrenninu
 • Við Hlemmtorg eru fyrirhugaðar spennandi breytingar sem auka notkunargildi svæðisins
 • Fasteignin við Laugaveg 114-118b var teiknuð af Gunnlaugi Helgasyni arkitekt
 • Bílastæðahús með 191 stæðum er í göngufæri
 • Aðgangsstýrt bílastæði í bakgarði með 91 stæði
 • Burðarvirki hússins samanstendur af steyptum bitum og súlum
 • Lagnakerfi hússins þarfnast endurnýjunar samhliða breyttri notkun og uppbyggingu
 • Tækifæri fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að finna byggingunni nýtt og nútímalegt hlutverk

Mat verður lagt á tilboð sem berast í lok ágúst.
Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Fyllsta trúnaðar er gætt við meðferð tilboða. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Gögn

Skjöl:

Þrívíddarmódel:

Myndband:

Fasteignayfirlit

Uppfært 4. október 2021