Fara í efni

Umhverfisstefna

Stefna Ríkiskaupa er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum, horfa til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi.

Við ætlum að:

  • Stuðla að vistvænum innkaupum og hvetja hagsmunaaðila til að setja umhverfissjónarmið í forgang.

  • Leggja áherslu á nýsköpun og stuðla að sjálfbærum hagvexti.

  • Kolefnisjafna markvisst starfsemi stofnunarinnar.

  • Uppfylla þær kröfur sem gerðar eru skv. lögum og reglugerðum í umhverfismálum og ganga lengra eins og kostur er.

  • Efla umhverfisvitund og þekkingu starfsmanna og hvetja til framsækni.

  • Miðla þekkingu í samvinnu við atvinnulífið og stuðla þannig að jákvæðri framþróun umhverfismála.

  • Viðhalda kolefnishlutleysi, m.a. með því að sporna við losun frá samgöngum, minnka sóun og stuðla að endurnýtingu

Með stefnu okkar og markmiðum ætlum við að mæta þörfum nútímans með áherslu á að skila landi og auðlindum þess í betra horfi til næstu kynslóðar.

Uppfært 30. nóvember 2020