Fara í efni

Ríkiskaup hafa gert nýja rammasamninga um byggingavörur

Markmið útboðsins var að veita aðilum rammasamningskerfisins aðgengi að byggingarvörum á hagstæðu verði með áherslu á virka samkeppni og jafnræði. Um er að ræða sjö sjálfstæða rammasamninga um kaup á byggingavörum. Einn almennan samning um byggingavörur sem samanstendur af 12 vöruflokkum sem er ætlað að ná yfir smærri innkaup og sex sértækum rammasamningum um kaup á byggingavörum sem er ætlað að ná yfir stærri innkaup.

  • Rammasamningurinn um almennar byggingavörur er afsláttarsamningur þar sem Húsasmiðjan hefur verið valinn sem forgangsbirgi. Fari kaup innan þess samnings yfir 100.000 kr. þurfa þau hins vegar að fara í gegnum örútboð þar sem allir seljendur geta boðið í fyrirhuguð kaup.
  • Sértæku rammasamningarnir um byggingavörur byggjast eingöngu á örútboðum.

Til að auðvelda kaupendum að komast að því hvernig þeir eiga að haga innkaupum á byggingavörum, í samræmi við ákvæði samningana, hefur Ríkiskaup látið útbúa einfalda reiknivél/leitarvél sem veitir kaupendum greinargóðar upplýsingar.

Reiknivélin virkar þannig að kaupandi setur inn áætlaða upphæð innkaupa fyrir sérhvern flokk og fær út leiðbeiningar um hvernig kaupunum skuli háttað samkvæmt ákvæðum samninganna.

Reiknivél vegna rammasamninga um byggingavörur

Þátttaka í útboðinu fór fram úr væntingum. Seljendur innan samningana eru 30 talsins sem mun tryggja aðilum rammasamningskerfisins fjölbreytt og gott aðgengi að byggingavörum á hagstæðu verði.