Fara í efni

Rammasamningur um lögboðnar ökutækjatryggingar framlengdur.

Mynd Tomáš Malík
Mynd Tomáš Malík

Ríkiskaup hafa tekið ákvörðun eins árs framlengingu á núgildandi samningi við Sjóvá

(Sjóvá - Almennar tryggingar hf.) um lögboðnar ökutækjatryggingar og gildir sú framlenging til 31.05.2024.
Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar ítarlegrar markaðsgreiningar Ríkiskaupa og jákvæðrar endurgjafar frá aðilum samningsins. Markmiðið er ekki síst að tryggja áframhaldandi stöðugleika, hátt gæðastig á þjónustu og skila aukinni hagkvæmni. Almennar fyrirspurnir um innheimtu má senda á innheimta@sjova.is og vegna iðgjalda má senda á fyrirtaeki@sjova.is

Sjá nánar um Rammasamning um lögboðnar ökutækjatrygginar hér.