Fara í efni

Nýr rammasamningur um skrifstofuvörur

Ríkiskaup hefur í kjölfar útboðs gert rammasamning um skrifstofuvörur
Samningurinn gildir frá 14.02.2020. 

Rammasamningnum  er skipt í tvo flokka. 

  • Flokkur 1
    Almenn skrifstofuvara. Samið var við Rekstrarvörur, Pennann og Egilsson/A4.

  • Flokkur 2
    Almenn skrifstofuvara hjá vernduðum vinnustað. Samið var við Múlalund , þar sem tekið er tillit til samfélagslegra krafna um aðgengi verndaðra vinnustaða.

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:
Með beinum kaupum hjá þeim seljendum sem samið verður við, á þeim kjörum og með þeim skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum.
Með örútboði ef fjárhæð innkaupa fer yfir 1. milljón kr. eða ef gerður er fastur samningur.