Fara í efni

Rammasamningar

RK 02.01 Skrifstofuvörur

  • Gildir frá: 24.11.2017
  • Gildir til: 30.01.2020

Um samninginn

Nýr samningur um skrifstofuvörur tók gildi þann 24.11.2017. Hann gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.
Samningurinn hefur verið framlengdur um tvo mánuði til 30.01.2020.

Helstu atriði samnings

Samið var við Rekstrarvörur, Pennann  og Múlalund. Skrifstofuvörur sem voru í upprunalega samningnum framlengdu ekki þátttöku sína í samningnum, 

Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs hjá Ríkiskaupum. Markmiðið með útboðinu var að efna til samkeppni milli seljenda á markaði til að tryggja aðilum að rammasamningakerfinu sem best kjör frá hæfum birgjum þar sem val á tilboðum byggðist á besta hlutfalla milli verðs og gæða.

Ákveðið var að takmarka fjölda birgja við þrjá til að stuðla að meiri samkeppni birgja um aðild að samningi. Jafnframt að tryggja möguleika á markvissum beinum innkaupum á fastsettum bestu samningsverðum. Þrír birgjar gefa jafnframt möguleika á virkri samkeppni með örútboðum, hvort sem er sameiginlegum á vegum Ríkiskaupa eða hjá stærri kaupendum.

Í þeim tilgangi var í útboðinu miðað að því að semja við allt að þrjá birgja um almennar skrifstofuvörur. Auk þess var tekið tillit til samfélagslegra krafna um aðgengi verndaðra vinnustaða og því samið við Múlalund, vinnustofu SÍBS sérstaklega.

Alls bárust 5 tilboð og þeir þrír aðilar sem hlutskarpastir urðu þegar tilboð voru reiknuð, voru Rekstrarvörur með 87 stig af 100 mögulegum, Penninn með 67 stig og Skrifstofuvörur með 57 stig. Sá aðili sem var næstur inn, A4 hlaut einungis 47 stig og munaði þar mestu um verðþáttinn sem var kaupendum óhagstæður. Múlalundur var eini verndaði vinnustaðurinn sem sendi inn tilboð.

Kaup innan rammasamnings

 Kaup innan samningsins fara fram með tvennum hætti; 
  •  Annars vegar með beinum kaupum á föstu samningsverði á vörum í verðkörfu eða umsömdum afslætti af öðrum vörum en þar eru tilgreindar.
  • Hins vegar skulu kaupendur fara í örútboð innan samnings ef áætluð kaup fara yfir 1 milljón króna eða ef gera á samning við einn birgja til lengri tíma en 6 mánaða.

 Samið var um föst samningsverð á ákveðnum vörum í verðkörfu útboðsins og um afslátt af öðrum vörum en þar eru tilgreindar.

Ríkiskaup annast eftir sem áður sameiginleg örútboð innan rammasamnings um almennar skrifstofuvörur, þátttakendum að kostnaðarlausu. Árangur af þessu sameiginlegu innkaupum hefur verið framar vonum og er ljóst að birgjar í þessum nýja samningi hafa haft þá niðurstöðu í huga þegar tilboð voru gerð.

Sveitarfélög sem kjósa að vera með í sameiginlegum örútboðum þurfa einungis að áætla þörf skólanna fyrir námsgögn og tilkynna þátttöku þegar þau eru auglýst.

Árangur útboðsins er umtalsverður frá fyrri samningi þar sem einungis var samið um afsláttarprósentu frá gildandi verðskrá seljenda hverju sinni. Með nýja samningnum er öllum aðilum tryggð samkeppnishæf föst verð óháð magni, með heimild til verðbreytinga á 6 mánaða fresti byggt á breytingum tollgengis hverju sinni. 

Vistvæn innkaup

Kaupum á boðinni þjónustu er ætlað að vera í samræmi við (PDF skjal) stefnu ríkisins varðandi vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur eða sambærilegt.

Seljendur

Múlalundur,vinnustofa S.Í.B.S.
Reykjalundi
Sími: 4204100
Tengiliður samnings
Helgi Kristófersson
Penninn ehf.
Skeifunni 10
Sími: 5402000
Tengiliður samnings
Ásta María Karlsdóttir
Rekstrarvörur ehf
Réttarhálsi 2
Sími: 5206666
Tengiliður samnings
Kristbjörn Jónsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.