Fara í efni

Nýr rammasamningur um raftæki

Niðurstaða útboðs um nýjan rammasamning um raftæki liggur fyrir og samningar í A hluta (almenn heimilistæki) og D hluta (sviðsbúnaður) tóku gildi við töku tilboðs þann 26.05.23 s.l.

Tilboð Atendi ehf, Elko, Exton ehf, Heimilistæki, Luxor Tækjaleiga og PFAFF urðu hlutskörpust. Engin gild tilboð bárust í flokkinn Stóreldhústæki og verður hann boðinn út aftur. Þá var hluti C sem snýr að raftækjum á sviði hljóðs og mynda kærður og er í kæruferli.

Allar upplýsingar um samninginn má finna hér undir flokknum RK11 Rafmagnsvörur og tæki.

Samningnum er skipt í 4 hluta og samningur er kominn á í tveimur hlutum:

 1. Almenn heimilistæki – samningur 26/05/23
 2. Stóreldhústæki – engin gild tilboð
 3. Hljóð og mynd – í kæruferli
 4. Sviðsbúnaður – samningur 26/05/23
  1. Hljóð
  2. Ljós
  3. Mynd
  4. Rekstur

Kynningarfundur um samninginn verður miðvikudaginn 14 júní kl. 14:45 til 15:15 á Teams. Við hvetjum alla innkaupaaðila ríkisins að mæta og kynna sér niðurstöðu útboðsins, þau kjör sem ykkur býðst og innleiðingu samnings. Ykkur er velkomið að áframsenda fundarboðið á þá aðila sem eiga erindi á þennan fund. Fundarboð má finna hér (iCalendar file) , opna þarf fundarboðið með Outlook og samþykkja.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um rammasamninga bendum við á netfangið si@rikiskaup.is

Dagskrá kynningarfundar:

 • Verkefnastjóri kynnir niðurstöðu útboðs og samningsaðila
 • Hlutar samnings kynnir
 • Hvar má nálgast kjör og hvernig er hægt að kaupa innan samnings?
 • Spurningar