Fara í efni

Rammasamningar

RK 11.11 Raftæki

  • Gildir frá: 04.12.2018
  • Gildir til: 04.12.2022

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 04.12.2018 og er gildistíminn eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar sinnum. 
Samningurinn hefur verið framlengdur í þriðja sinn til 04.12.2022.

 Samningnum er skipt í tvo flokka:

A.     Almenn heimilistæki fyrir opinbera aðila –  fyrir skrifstofurými, kaffistofur, eldhús og þvottahús o.fl. – (white line). Í flokknum eru skilgreindir 12 undirflokkar.
Stærri raftæki fyrir fagaðila/stórnotendur s.s. mötuneyti og stærri þvottahús eru ekki hluti þessa RS útboðs.
Samið var við fjóra birgja, með hagkvæmustu tilboðin í flokki A - hér eftirfarandi í hagkvæmisröð:

(1) Heimilistæki ehf., (2) Rafha ehf., (3) Ormsson ehf., (4) Smith & Norland hf.

B.    Tæki fyrir hljóð og mynd;  viðtaka, upptaka, myndataka, afspilun o.fl. fyrir heimili, skólastofur, fundarsali, skrifstofurými o.fl. - ( black line). Í flokknum eru skilgreindir 7 undirflokkar.
Sérhæfðar kerfislausnir og einstök tæki fyrir mynd og hljóð, að fjárhæð yfir 15.000.000,- án vsk., eru ekki hluti þessa  útboðs. Í flokknum eru skilgreindir 7 undirflokkar.  
Samið var við þrjá birgja með hagkvæmustu tilboðin í flokki B - hér eftirfarandi í hagkvæmisröð:

(1) Heimilistæki ehf., (2) Exton ehf., (3) Origo hf.

Kaup í rammasamningi

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

a.      Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Kaupandi mun leita til fyrsta birgis í umsömdum vöruflokki. Kaupanda er við kaupákvörðun heimilt að taka tillit til og meta hagkvæmni kaupa, tiltekna þjónustu s.s. flutning, gæði, afhendingu og afgreiðslu. Geti skilgreindur fyrsti birgir ekki útvegað samningsvöru skal kaupandi snúa sér að þeim birgi sem skoraði næst hæst samkvæmt valforsendum rammasamnings og svo koll af kolli. Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan hvers almanaksmánaðar. Ávallt skal gera hagkvæmustu kaup innan samnings.

b.      Fari innkaup yfir kr.500.000,- m/vsk. skal fara fram örútboð innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn, í samræmi við reglur um örútboð  og framkvæmd örútboða – sjá hér neðar. 

c.       Í þeim tilvikum sem skilmálar rammasamningsins eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram varðandi t.d. magn, ítarlegri tæknikröfur, tímabil afhendinga og eða afhendingaskilmála, í samræmi við reglur um örútboð og framkvæmd þeirra.

d.      Við vörukaup á vörum sem falla undir lýsingu á almennum raftækjum og tækjum fyrir hljóð og mynd, en eru ekki talin upp í verðkörfu/tilboðsskrá, skal kaupandi ávallt leita eftir hagstæðustu kaupum milli samningsaðila. Fari slík vörukaup yfir örútboðsmörk (kr. 500.000 með vsk.) skal fara fram örútboð í samræmi við reglur þar um.

Um örútboð

Eins og fram kemur í  b og c lið hér að ofan skal fara í örútboð innan rammasamningsins ef einstök kaup, kaup innan eins almanaksmánaðar sem nema 500.000 kr. eða hærri fjárhæð.

Kaupandi setur fram kröfulýsingu, þ.e. lýsingu á eiginleikum vöru og öðrum kröfum um kaupin sem skulu uppfyllt, og sendir til allra seljenda innan rammasamnings í viðkomandi flokki ( A eða B)  og í samræmi við neðangreint:

  • Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við alla seljendur innan rammasamningsins í viðkomandi flokki.
  • Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er.
  • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
  • Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu.

Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu. Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. afhendingartíma, tilgreinda orkuflokka tækja, önnur ítarskilyrði umhverfisskilyrða, útfærslu og heildarverð.

Við framkvæmd örútboðs geta valforsendur því verið eftirfarandi:

  • Verð                                                                                        40 -100%
  • Gæði/eiginleikar vöru og þjónustu                               0 - 60%
  • Afgreiðslu – og afhendingartími                                     0 - 60%
  • Ítarumhverfisskilyrði                                                          0 - 60%

Sjá einnig útboðsgögn kafla : 4.1  Vistvænar kröfur.

Seljendur

Exton ehf.
Fiskislóð 10
Sími: 5754600
Tengiliður samnings
Sigurjón Sigurðsson
Heimilistæki ehf.
Suðurlandsbraut 26
Sími: 5691500
Tengiliður samnings
Hlíðar Þór Hreinsson
Origo ehf.
Borgartún 37
Sími: 5161000
Tengiliður samnings
Emil Gunnar Einarsson
Ormsson hf.
Lágmúla 8
Sími: 5302800
Tengiliður samnings
Rúnar Örn Rafnsson
Rafha ehf.
Suðurlandsbraut 16
Sími: 5880500
Tengiliður samnings
Egill Jóhann Ingvason
Smith Norland ehf.
Nóatún 4
Sími: 5203000
Tengiliður samnings
Guðmundur Bjarnason

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.