Fara í efni

Nýr rammasamningur um leigubifreiðar

Nýr rammasamningur um leigubifreiðar hefur tekið gildi og gildir í tvö ár með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn.

Samningur nær yfir alhliða leigubifreiðaakstur á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.  

Markmið samningsins er að tryggja aðilum að rammasamningum ríkisins hagkvæm verð á leigubílaakstri og vinna um leið að markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftlagsmálum. Þannig er kveðið á í samningnum að kaupendur skuli fá vistvænan bíl jafnvel þótt þeir biðji ekki sérstaklega um hann, ef slík bið er undir 10 mínútum. Þegar bið eftir næsta vistvæna bíl er er yfir 10 mínútum skal upplýst um það og kaupanda gefið tækifæri til að bíða eftir næsta vistvæna bíl.

Samið var við Hreyfil svf. að undangengnu útboði.

Rammasamningur um leigubifreiðar