Fara í efni

Rammasamningar

RK 05.02 Leigubílaakstur

  • Gildir frá: 01.09.2016
  • Gildir til: 31.08.2020

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 1. 9.2016 og gildir í tvö ár með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn. Samningi hefur nú verið framlengt í annað sinn og gildir til 31.08.2020

Kaupendur athugið!
Seljendur eiga ekki að halda eftir umsýsluþóknun í rammasamningum frá 1.1.2017. Ykkar kjör eiga því að batna sem því nemur. Umsýsluþóknun í þessum samningi var 1%. Virkt verðeftirlit skilar árangri! 

Samningur nær yfir alhliða leigubifreiðaakstur á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes.

Hreyfill býður upp á umhverfisvænar bifreiðar sem uppfylla VINN skilyrði og kaupendur hvattir til að nýta sér umhverfisvænni kosti.

Hreyfill býður t.d. upp á bifreiðar sem uppfylla grunnviðmið vistvænna skilyrða. 
Sjá nánar: http://www.vinn.is/pdf/samgonguskilyrdi.pdf

Kaup innan samnings  

Ekki er gert ráð fyrir örútboðum í þessum samning. Kaupendur panta beint af seljanda. Hægt er panta í gengum síma, vefsíðu Hreyfils (Opnast í nýjum vafraglugga) , eða með Hreyfils appinu.   

Ath. Ef bíll er tekinn á götunni og greiddur með korti koma engar skýringar á reikninginn aðrar en númer bíls, númer korts, dagsetning, klukka og lengd ferðar og óvíst er að stofnanir séu að fá umsamin kjör! 

Rafræn reikningsviðskipti hjá Hreyfli

Hreyfill býður upp á nokkra möguleika í pappírslausum viðskiptum.

Við lok síðustu aldar tók Hreyfill upp tölvukerfi í leigubílum og þar með kom sá möguleiki að skrá ferðirnar rafrænt inn á viðskiptareikning. Í gegnum árin hefur þessi möguleiki sífellt notið meiri vinsælda hjá fyrirtækjum og stofnunum, enda mun auðveldara að fara yfir og bóka tölvuskrifaða reikninga en misvel skrifaðar nótur. Einnig opnaðist sá möguleiki að búa til
deildarreikninga, þannig að færslur sundurliðist eftir deildum. Þrjár meginleiðir hafa verið notaðar til að skrá rafrænt á reikning. Tvær tegundir af kortum sem notast svipað og hefðbundin greiðslukort, og pöntun á reikning með lykilorði.

Einnota pappírskort með segulrönd: 
Stíluð á viðkomandi félag/deild. Kortin hafa raðnúmer sem birtist á reikningi við
notkun, og fylgir skráningarblað hverjum kortabunka til að hjálpa til við eftirfylgni. Þessi kort henta vel fyrir ferðir
starfsfólks og gesta/skjólstæðinga, í samráði við stjórnanda.

Margnota plastkort með segulrönd: 
Stílað á handhafa og tengt félagi/deild. Gildistími er tvö ár og eru þessi kort hugsuð fyrir
þá sem mikið nota leigubíla, svo sem yfirstjórnendur.

Símapöntun með lykilorði:
Afgreiðsla Hreyfils skráir ferðina fyrirfram á viðskiptareikning. Sá sem pantar gefur upp
reikningsnúmerið og lykilorðið sem staðfestingu á að það megi reikningsfæra ferðina.

Að ferð lokinni uppfærast upplýsingar frá bílnum í viðskiptakerfi Hreyfils. Upplýsingarnar innihalda dagsetningu og tíma á lokum ferðar, ekna km, stöðvarnr. bílsins og upphæð ferðar, ásamt upphafs og loka staðsetningum ferðar.
Þegar mánuðurinn er liðinn, eru gögnin færð á reikning viðkomandi félags/deildar. Sé um undirreikning að ræða færast fjárhagsfærslur á höfuðreikning, svo ekki þurfi að greiða af mörgum reikningum, en deildin fær sitt yfirlit.

Einnota kort hafa notið mestra vinsælda. Þá hefur ábyrgðaraðili bunka af kortum hjá sér og við úthlutun korts skráir hann upplýsingar um ferðina, dags., frá og til og nafn farþega. Þar til gert skráningarblað fylgir hverjum bunka.
Töluvert hagræði er af notkun viðskiptakorta, fyrir bókhald sem og notendur korta, enda fljótlegra en að höndla skrifaðar nótur.

Seljendur

Hreyfill svf.
Fellsmúla 26
Sími: 5885522
Tengiliður samnings
Sæmundur Kr. Sigurlaugsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.