Fara í efni

Nýr rammasamningur um kjöt og fisk

Nýr rammasamningur um kaup á kjöti og fiski tók gildi um áramótin.

Samið var við 14 aðila í 6 flokkum og undirflokkum. 

  1. Nautakjöt - óunnið, unnið, með og án aukaefna
  2. Lamba-/Kindakjöt - óunnið, unnið, með og án aukaefna
  3. Svínakjöt - óunnið, unnið, með og án aukaefna
  4. Kjúklingur/Kalkúnn - óunninn, unninn, með og án aukaefna
  5. Folaldakjöt - óunnið, unnið, með og án aukaefna
  6. Fiskur - ferskur, frosinn, unninn

Markmið samningsins er að tryggja áskrifendum rammasamnings fjölbreytt úrval, hagkvæm verð á kjöti og fiski ásamt góðri þjónustu seljenda.

Samningurinn gildir í tvö ár og gildir nú til 29.12. 2022.