Fara í efni

Nýr rammasamningur um bifreiðakaup

Nýr rammasamningur um bifreiðakaup ríkisins hefur tekið gildi og gildir til 31. október 2023. Heimilit er að framlengja hann tvisvar sinnum til eins árs í senn þannig að heildar samningstími verður að hámarki 4 ár.

Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar frá desember 2019 á meginreglan að vera að allar bifreiðar ríkisins verði vistvænar nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars. Er það liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.