Fara í efni

Sameiginleg innkaup ríkisins á rafbílum

Í september og október s.l. stóðu Ríkiskaup fyrir sameiginlegum innkaupum ríkisins á rafbílum.

Samtals voru keyptir 29 rafbílar og skiptust kaupin þannig:

  • A1 Nissan Leaf Acenta 14 bílar heildarkaup kr. 58.310.000.- (A1: kostnaðaráætlun kr. 58.209.667)
  • A4 Kia e-Niro 2 bílar heildarkaup kr. 10.032.000.- (A4: kostnaðaráætlun kr. 11.315.238)
  • A5 Hyundai Ioniq 5 Comfort 4 bílar heildarkaup kr. 25.600.000.- (A5: kostnaðaráætlun kr. 27.625.520)
  • A6 Volvo XC40 P8 Plus 7 bílar heildarkaup kr. 51.660.000 (A6: kostnaðaráætlun kr. 51.118.858)
  • A7 Nissan EN V-200 2 sendibílar heildarkaup kr. 9.696.400.- (A7: kostnaðaráætlun kr. 10.513.334)

Heildar fjárhagslegur ávinningur kaupanna var kr. 3.484.218,- m.v. kostnaðaráætlun, en kostnaðaráætlun tók mið af þeim bílum sem seljendur í rammasamningi höfðu yfir að ráða, en ekki tóku allir seljendur þátt í örútboðinu.

Því til viðbótar er hægt að reikna dekkjaumgang allra bílanna, því þeir verða afhentir með bæði sumar- og vetrardekkjum en dekkjaumgangur kostar að meðaltali um kr. 150.000,- á bíl.
Jafnframt var í tæknilýsingu beðið um hvítan, silfraðan eða ljósgráan en það kostar að jafnaði um kr. 150.000,- aukalega að fá bíl í lit.
Þá var gerð krafa um að hleðslukapall fylgi bifreið. Allur gangur er á því hvort kapall fylgir með við kaup á bifreiðum almennt og oft þarf að greiða sérstaklega fyrir þá um 30 - 50.000,- kr.
Þannig sjáum við að þarna eru um að ræða töluverð verðmæti sem kaupendur fá með bílunum.

Stofnanir þurfa ekki að fá samþykki bílanefndar þegar þær taka þátt í sameiginlegum innkaupum á rafmagnsbifreiðum. Er það liður í að liðka fyrir orkuskiptum á bifreiðaflota ríkisins. Almennar upplýsingar um kaup A-hluta stofnana á bifreiðum má finna HÉR.

Útboðið er þáttur í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og er í samræmi við þá ríku áherslu sem stjórnvöld leggja á að hraða orkuskiptum í samgöngum.
Í fjármálaáætlun 2021-2025 er það markmið sett að hlutfall skráðra nýorkubifreiða af nýskráningum verði orðið 60% árið 2025.