Fara í efni

Sala bifreiða og lausamuna

Ríkiskaup hafa gert tímabundið samkomulag annars vegar við Krók ehf. um sölu á bifreiðum  og hins vegar Efnisveituna ehf. um sölu lausafjármuna (annarra en bifreiða og sumarhúsa) sem stofnanir ríkisins hyggjast selja.
Er það í samræmi við reglugerð nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins. 

Með þessu vilja Ríkiskaup auðvelda stofnunum að draga úr sóun, stuðla að endurnýtingu og hagkvæmni.

Þær ríkisstofnanir sem ætla að selja bifreiðar eða lausafjármuni er bent á að fylla út sölubeiðni þess efnis.