Fara í efni

Góður árangur af sameiginlegum innkaupum á ritföngum fyrir grunnskólana

Ríkiskaup framkvæmdu nýlega sameiginlegt örútboð innan rammasamnings um ritföng og skrifstofuvörur á ritföngum fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar og Hornafjarðar þar sem afar góður árangur náðist eða  64,2% sparnaður frá kostnaðaráætlun og eru fulltrúar sveitarfélaganna að vonum ánægð með þennan ávinning. Samið var við Pennann ehf. sem var lægstbjóðandi. Sjá nánar í frétt á vef (Opnast í nýjum vafraglugga) Reykjanesbæjar.

Ríkiskaup sáu einnig í annað sinn um örútboð á námsgögnum fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem niðurstöðu er beðið.

Framundan er síðan sameiginlegt örútboð Ríkiskaupa fyrir 10 sveitafélög til viðbótar.. Sveitarfélögin sem um ræðir eru; Norðurþing, Sandgerði, Garðabær, Vesturbyggð, Þingeyrarsveit, Fjarðarbyggð, Grundarfjörður, Garður, Fjallabyggð og Mosfellsbær. Alls eru þetta um 24 grunnskólar sem um ræðir í þessum þremur verkefnum.

Seljendur í rammasamningi RK 02.01 Skrifstofuvörur eru; Penninn, Rekstrarvörur, Skrifstofuvörur og Múlalundur.

Sjá nánari upplýsingar um rammasamninginn á vef Ríkiskaupa.