Fara í efni

Viltu bætast við hópinn? Laus störf

Ríkiskaup auglýsa eftir kröftugum sérfræðingum og stjórnanda í öflugt teymi starfsmanna.

Auglýst er eftir sérfræðingum í opinberum innkaupum, stefnumótandi innkaupum og nýsköpun og viðskiptaþróun. Einnig er auglýst eftir sviðsstjóra í stefnumótandi innkaupum.

Sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa veitir faglega ráðgjöf og leiðbeiningar til viðskiptavina og samstarfsaðila um mögulegar útboðsleiðir, gerð útboðsgagna og framkvæmd eiginlegra útboða og innkaupa. Hann býr yfir þekkingu á regluverki opinberra innkaupa og hefur haldbæra reynslu af framkvæmd útboða.

Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum tekur þátt í mótun og uppbyggingu stefnumótandi innkaupa hjá Ríkiskaupum ásamt því að koma að forgangsröðun samninga og vöruflokkastjórnun. Í starfinu er lögð áhersla á betri nýtingu gagna til stefnumótunar, tækifærisgreininga og umbóta í starfsemi ríkisins.

Sérfræðingur í nýsköpun og viðskiptaþróun tekur þátt í mótun og uppbyggingu nýsköpunar- og umbótavettvangs hjá ríkinu ásamt því að veita opinberum aðilum ráðgjöf af ýmsu tagi s.s. um nýsköpun, tæknilausnir og rekstrarumbætur í samstarfi við frumkvöðla og aðra aðila. Verkefnin styðja við markmið stofnunarinnar um að veita viðskiptavinum virðisskapandi ráðgjöf.

Sviðsstjóri í stefnumótandi innkaupum leiðir stefnumótandi innkaup hjá Ríkiskaupum. Hann stýrir forgangsröðun samninga, vöruflokkastjórnun og leggur mat á tækifærisgreiningar svo innkaup hjá ríkinu geti orðið að mikilvægu stjórntæki í rekstri.
Í starfinu er lögð áhersla á uppbyggingu gagnasafns til stefnumótunar og umbóta í starfsemi ríkisins.