Fara í efni

Vel heppnað Nýsköpunarmót

Nýsköpunarmót á milli opinberra aðila og fyrirtækja lauk í fyrstu viku júní mánaðar. Í þetta sinn stóð mótið yfir í heila viku þar sem þátttakendum stóð til boða að bóka stutta veffundi sín á milli.

Opinberir aðilar skráðu inn þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir og vildu fá samtal við markaðinn með.  Alls voru um 70 þátttakendur skráðir og voru haldnir rúmlega 100 fundir á milli aðila.

Þetta er í annað sinn sem Nýsköpunarmótið er haldið, en síðast var það haldið haustið 2019 og höfðu þá þátttakendur hálfan dag til að hittast á ör stefnumótum. Stefnt er að því að halda Nýsköpunarmótið að nýju, haustið 2022 á Degi opinberrar nýsköpunar og hafa því opinberir aðilar góðan tíma til að huga að nýjum áskorunum til að fara með á mótið.