Fara í efni

utbodsvefur.is

Utbodsvefur.is er sameiginlegur vettvangur útboðsauglýsinga hjá hinu opinbera.

Auglýsingar

Öll innkaup opinberra aðila á vörum, þjónustu og verkum yfir innlendum og erlendum viðmiðunarfjárhæðum skulu auglýst opinberlega á vefnum. Til að auka gegnsæi er sjálfsagt að auglýsa einnig innkaup sem eru undir viðmiðunarmörkum.

 • 61 aðili er skráður að vefnum og auglýsir á honum (opinberir aðilar, sveitarfélög, veitufyrirtæki og opinber hlutafélög).
 • 150 auglýsingar hafa birst það sem af er af árinu 2022.

Áskrifendur

Tilkynningar um nýjar auglýsingar eru sendar til áskrifenda kl. 9.00 daginn eftir að auglýsing birtist. Allir geta skráð sig í áskrift og er það án kostnaðar.
Hægt að skrá áskrift í sjö flokkum /tegund útboða eða öllum.

Flokkarnir eru :

 • Framkvæmd,
 • Vörukaup,
 • leiguhúsnæði.
 • Þjónusta,
 • Markaðskönnun RIF
 • Forauglýsing
 • Verðfyrirspurn

Langflestir eru áskrifendur að öllum flokkum.

 • Í október 2022 eru áskrifendur 1595 talsins. 
 • 79% áskrifenda hafa verið áskrifendur lengi, fylgjast mjög vel með auglýsingum og opna oft tilkynningar og smella á hlekki.
 • 7% hafa verið áskrifendur frekar lengi, fylgjast hóflega með og opna stundum tilkynningar og smella á hlekki.
 • 14% hafa verið áskrifendur stutt, fylgjast lítið með og opna sjaldan tilkynningar og eða smella á hlekki.

Ríkiskaup hafa umsjón með Útboðsvefnum og veita þeim sem rétt eiga aðgang að honum.

Ríkiskaup veita einnig aðstoð við vefinn og svara fyrirspurnum honum tengdum.