Fara í efni

Úrslit úr hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog

Úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog voru tilkynnt í morgun. Vinningstillagan ber heitið Alda. Tillagan fékk góða einkunn í öllum flokkum. Samtals hlaut hún 110,4 stig af 130 mögulegum. Að baki vinningstillögunni er teymi frá verkfræðistofnunni EFLU.

Bygging brúar yfir Fossvog er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, og Betri samgangna ohf. Brú yfir Fossvog er hluti af 1. áfanga Borgarlínunnar samkvæmt Samgöngusáttmálanum.

Vegagerðin bauð keppnina úr á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir hönd samstarfsaðilanna. Ríkiskaup sá um framkvæmd útboðsins. 

Nánar um úrslitin á vef Vegargerðarinnar