Fara í efni

Úrgangur verður að orku

Þessi 220þ tonn af úrgangi hefði verið hægt að senda úr landi í brennslu til orkunýtingar, þrátt fyrir að efnið tapist þá úr hringrásarhagkerfinu. Með slíkri orkunýtingu væri heildarkoltvísýringssparnaðurinn 192,5 þúsund tonn af CO2-ígildum. Þar af væri 105 þúsund tonna CO2-ígilda sparnaður við að skipta út kolum sem orkugjafa.

Í stóra samhenginu hefði mátt spara um meðaltals koltvísýringslosun u.þ.b. 107 þúsund bíla á ársgrundvelli með brennslu, í stað þess að urða úrganginn.

 • Önnur úrræði við meðhöndlun úrgangs eru til staðar, og í 7.gr. laga 55/2003 um meðhöndlun úrgangs má finna þá forgangsröðun sem leggja skal til grundvallar:

  a. úrgangsforvarnir, lágmörkun úrgangs
  b. undirbúningur fyrir endurnotkun,
  c. endurvinnsla,
  d. önnur endurnýting, t.d. orkuvinnsla, og
  e. Förgun, - t.d. urðun eða brennsla án orkunýtingar

Töluverðar umbætur hafa orðið á meðferð úrgangs undanfarin ár hjá hinu opinbera og má nefna nýjan rammasamning um úrgangsþjónustu sem tók gildi 21.02.2022 þar sem samið var við Íslenska Gámafélagið um endurvinnslu og sorphirðu fyrir A-hluta stofnanir og aðra rammasamningsaðila á stór-höfuðborgarsvæðinu. ÍGF sér því um að koma úrgangi frá samningsaðilum og setja það í umhverfislega ábyrgari farveg hringrásarhagkerfisins.

Mikill orkuskortur er um þessar mundir í Evrópu og eftirspurn eftir úrgangshráefni frá Íslandi til orkunýtingar hefur vaxið, sem eykur um leið fjárhagslegan hvata til að flytja úrgang úr landi í orkubrennslu.

Á síðasta ári flutti ÍGF út tæp 20 þúsund tonn af almennu sorpi til DK í brennslu til orkunýtingar. Heildar kolefnissparnaður árið 2022 var 17.500.000 kg CO2/tonn, en orkan sem hlaust af því að brenna og framleiða orku á vistvænni hátt nýttist 3.505 heimilum í Danmörku það árið.

Sjá nýjan Rammasamning