Fara í efni

Svindlpóstar

Borið hefur á því að óprúttnir aðilar sendi tölvupósta í nafni Ríkiskaupa til þess að reyna að klekkja á viðskiptavinum og komast yfir reikningsupplýsingar þeirra.
Yfirleitt ber tölvupóstfangið þess merki að um svindlpóst sé að ræða t.d. endingar  @office-finance1.com. 
Mikilvægt er því að athuga vel netfangið sem sent er úr. 
 
Því miður er erfitt að eiga við netsvindl af þessu tagi sem koma reglulega upp. 
Það sem hægt er að gera er að vera vel vakandi, skoða skilaboð og pósta vel með gangrýnum augum, smella ekki á hlekki og gefa ekki upp korta- eða bankaupplýsingar.
 
Ef einhver vafi leikur á hvort póstur sé sannarlega frá okkur hafið samband við okkur á rikiskaup@rikiskaup.is  eins ef þið verðið vör við slíka pósta.