Fara í efni

Starfsnám fyrir nemendur í framhaldsnámi við lagadeild Háskóla Íslands.

Ríkiskaup auglýsa starfsnám á vorönn 2023 fyrir nemendur í framhaldsnámi við lagadeild Háskóla Íslands.

Um ólaunaða stöðu er að ræða en starfsnámið er metið til eininga og verður unnið undir handleiðslu lögfræðinga stofnunarinnar.
Ríkiskaup leita að laganema sem er lausnamiður í nálgun sinni á lögfræðileg úrlausnarefni, beitir gagnrýnni hugsun og býr yfir þeim eiginleika að greina kjarnann frá hisminu.
Laganemar sem hafa áhuga á samspili einkaréttar og hins opinbera eru sérstaklega hvattir til að sækja um þar sem lögfræðileg álitaefni tengd opinberum innkaupum reyna á bæði réttarsvið.

Lögfræðingar Ríkiskaupa framfylgja markmiðum regluverks um opinber innkaup sem er í gildi á hverjum tíma og styðja þannig við markmið stofnunarinnar um aukið virði með hagkvæmum, vistvænum og nýskapandi lausnum á sviði innkaupa. Þeir eru sjálfstæðir í störfum sínum og því reynir á öguð vinnubrögð og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Lögfræðileg ráðgjöf á sviði opinberra innkaupa gagnvart samstarfsaðilum stofnunarinnar jafnt sem samstarfsfólki
  • Ritun umsagna til embættis ríkislögmanns og fyrirsvar gagnvart kærunefnd útboðsmála
  • Þekkingarmiðlun lögfræðilegra álitaefna tengdum málefnasviði stofnunarinnar

Áhugasamir umsækjendur skulu skila inn kynningarbréfi og námsyfirliti á sara@rikiskaup.is fyrir 12. febrúar nk.