Fara í efni

Ríkiskaup leita að sjúklingaíbúð fyrir Barnaspítala Hringsins til kaups

Barnaspítali Hringsins óskar eftir að kaupa 3ja herbergja íbúð fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra í göngufæri við spítalann.

Íbúðin skal vera nýleg eða uppgerð 3ja herbergja 70 – 95 m2 að stærð og staðsett í námunda við Barnaspítalann en æskilegt að það sé innan eins kílómetra radíus.

Aðgengi skal vera gott og íbúðin hönnuð í samræmi við algilda hönnun fyrir fatlaða. Íbúðin skal vera í lyftuhúsi eða á jarðhæð með sérinngangi í nýlegu eða uppgerðu viðhaldslitlu húsi, fullbúin til innflutnings, með innréttingum, hurðum og gólfefnum.

Æskilegt er að dagsbirtu njóti sem best og aðgengi að sameiginlegu útisvæði sé gott.

Upplýsingar um boðið húsnæði skal senda á netfangið fasteignir@rikiskaup.is fyrir kl. 12:00 föstudaginn 8. október 2021.