Fara í efni

Ríkiskaup klára 3. og 4. grænu skrefin

Ríkiskaup tóku í dag á móti viðurkenningu Umhverfisstofnunar fyrir að hafa lokið innleiðingu á 3. og 4.  græna skrefinu í opinberum rekstri.

Markvisst hefur verið unnið að því að gera Ríkiskaup að umhverfisvænum vinnustað með t.d. flokkun á rusli, orkusparnaði, samgöngusamningum og kaupum á umhverfisvænum rekstrarvörum.  

Frá árinu 2010 hafa Ríkiskaup skilað grænu bókhaldi. Í því má t.d. sjá að pappírsnotkun hefur dregist mjög saman á sl. tveim árum. Árið 2017 var pappírsnotkun 374 kg (16,3 kg/stöðugildi)  en árið 2019 149 kg (6,1 kg/stöðugildi).

Ríkiskaup mun halda átrauð áfram að sinna öflugu umhverfisstarfi, huga að umhverfinu og vistvænum úrræðum í öllum þáttum starfseminnar og hvetja til vistvænna innkaupa.

Upplýsingar um græn skref í ríkisrekstri

Innkaupateymi Ríkiskaupa með viðurkenninguna

Halla Rún Friðriksdóttir, Hallgrímur H. Gröndal, Halldór Ó. Sigurðsson og Egill Skúlason með viðurkenningu Umhverfisstofnunar.