Fara í efni

Ríkiskaup hljóta jafnlaunavottun

Ríkiskaup hafa hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 jafnlaunastaðlinum.

Vottunin veitir staðfestingu á því að jafnlaunakerfi stofnunarinnar uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins. Í því felst að launaákvarðanir hjá Ríkiskaupum eru kerfisbundnar, að fyrir hendi er jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals sem tryggir að sömu laun eru greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kynferði.

Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2208.”

BSI á Íslandi veitti vottunina og hefur Jafnréttisstofa í kjölfarið  veitt Ríkiskaupum leyfi  til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.