Fara í efni

Rafrænar undirritanir - rammasamningur framlengdur

Rammasamningur um rafrænar undirskriftir tók gildi 11.08.2021 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. 

Við höfum ákveðið að framlengja samningi til 11.08.2024. Þessi ákvörðun var byggð á endurgjöf frá kaupendum og fundum með birgjum samnings.

Kaup innan samnings fara fram með beinum hætti við mat á hagkvæmasta boði seljenda innan samnings ef undirskriftarþörf kaupenda er undir 1000 undirritunum að meðaltali á mánuði. Ef þörfin er hærri en það er heimilt að fara í örútboð milli aðila samnings. Sjá má kjör samnings og nánar um örútboð á samningssvæði hér.

Um er að ræða hugbúnaðarlausnir til rafrænna undirskrifta. Hugbúnaðarlausnirnar innan samnings eru eftirfarandi:

Advania - Signet

Rafrænar undirritanir með Signet er fljótleg, umhverfisvæn og örugg lausn.  Kerfið býður upp á mikla möguleika hvort heldur er sem stofnunin velur að tengjast kerfinu í gegnum vefsíðu eða með API, enda margir af stærstu aðilum landsins að nýta kerfið fyrir flókna ferla.  

Nokkur dæmi um möguleika er að hægt er að stýra aðgangi starfsmanna með Microsoft AD, sameiginleg vinnuborð fyrir starfsmenn, stuðningur við undirritanir í 59 löndum og við rafrænar þinglýsingar. Hægt að stýra staðsetningu og útliti undirritana sem og að bæta við skoðunaraðila sem ekki á að undirrita skjalið og fleira.  

Verðskráin fyrir Signet undirritanir er mjög einföld. Dæmi: verð fyrir stofnanir og sveitarfélög með undir 1.000 undirritanir í mánuði er 105 krónur án VSK per undirritun og síðan er innheimt 114 krónur án vsk per undirritun fyrir Auðkenni (gjald til Auðkennis fyrir notkun á rafrænu skilríkjunum).

Eingöngu er greitt fyrir notkun. Ekki eru tekin nein önnur gjöld svo sem fyrir notendur, stofngjald eða annað, þannig að ef notkunin er 0 er gjaldið 0. 

Áhugasamir geta haft samband við Sigurð Másson signet-help@advania.is

Dokobit

Dokobit býður upp á lausnir sem einfalda ferla við rafræna undirritun og innsiglun skjala. Hægt er að sérsníða ferla þegar kemur að rafrænni undirritun með vefþjónustum sem ýmist eru innleiddar inn í önnur kerfi (Gopro, Workpoint, Sharepoint, 50skills, Kjarni o.fl.) eða inn á vefsvæði stofnana.

Tilbúin tenging Dokobit við kerfi sem stofnun nú þegar nýtir getur sparað heilmikið í þróunar og stofnkostnað.

Dokobit leggur mikla áherslu á öryggi og traust þar sem þjónustur okkar hafa verið hannaðar frá grunni í samræmi við eIDAS reglugerðina og ISO27001 vottaðar frá upphafi, uppitími þjónusta er rekjanlegur og öllum aðgengilegur á heimasíðu okkar.

Viðskiptavinir okkar segjast velja Dokobit vegna gæða vörunnar, skilvirkni í úrvinnslu verkefna og áherslu teymisins á að veita framúrskarandi þjónustu. Nýlegar viðbætur sem geta gagnast stofnunum og sveitarfélögum eru Öruggar skjalasendingar með staðfestri móttöku og Eyðublöð ásamt því að við bjóðum upp á rafræna innskráningarþjónustu.

Áhugasamir geta haft samband við Rögnu K. Magnúsdóttir í síma 776-3337 eða netfangi ragna@dokobit.is

Taktikal

Taktikal er meira en rafrænar undirskriftir. Taktikal býður úrval lausna fyrir t.d. rafrænar innsiglanir, rafræn eyðublöð og sérhannaða ferla fyrir undirskriftir og sjálfvirka skjalagerð. Lausnir eins og Fill & Sign – Rafræn eyðublöð og Smart Forms – Rafræn ferli skapa hagræðingu hjá fyrirtækjum og stofnunum með því að minnka þróunar- og innleiðingarkostnað ásamt því að einfalda rekstur hugbúnaðarlausna þar sem krafist er sjálfvirkni í ferlum er krefjast undirskrifta og skjalagerðar. 

Sérhæfðar lausnir fyrir ríki og sveitarfélög
Sem dæmi um lausnir í Smart Forms má nefna rafrænir lóðaleigusamninga og rafræn skráning byggingarstjóra, iðnmeistara og hönnuða hjá sveitarfélögum, en Taktikal var fyrst til að setja þróa slíka lausn hér á landi.

Taktikal býður upp á tengingar við fjölmörg kerfi á sviði málskerfa, skjalakerfa, mannauðskerfa og nánast allra algengustu kerfa í notkun hér á landi. Með tengingum við önnur kerfi má t.d. setja af stað ferli í undirritun og taka sjálfvirkt við skjölum og setja í réttan flokk að undirritun lokinni.

Ánægðustu viðskiptavinirnir hjá Taktikal tvö ár í röð. Taktikal leggur ekki einungis áherslu á notendavænar tæknilausnir. Þjónustuborð Taktikal leggur áherslu á hátt þjónustustig og lipurð í samskiptum. Taktikal hefur einnig mælst með mestu ánægju viðskiptavina á heimamarkaði (NPS) samkvæmt stjórnendakönnun Maskínu tvö ár í röð. 

Gögnin þín eru örugg hjá Taktikal
Taktikal er ISO 27001 vottað hjá BSI sem eru einn af virtustu vottunaraðilum í heiminum. ISO 27001 er vottað stjórnkerfi er staðfestir að Taktikal er með kerfi til að stjórna upplýsingaöryggi, þar á meðal áhættustýringu, öryggisþjálfun fyrir starfsmenn og fylgni við regluverk.

Vinsamlega samband við söludeild Taktikal fyrir frekari upplýsingar  Netfang sales@taktikal.is 
Sími 552-5620.