Fara í efni

Ráðgjafar fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins (BR) áætlar að ráða (a) einn sjálfstæðan fjármálaráðgjafa og (b) einn eða fleiri söluráðgjafa vegna sölumeðferðar á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Slíka ráðgjöf er unnt að flokka í tvö hlutverk:

a. Sjálfstæður fjármálaráðgjafi: Að veita BR ráðgjöf í áætluðu söluferli, frá ráðningu leiðandi og annarra umsjónaraðila og til lokasölu.

b. Leiðandi og aðrir umsjónaraðilar með útboði og töku hluta: Að samhæfa og skipuleggja sölu hluta í Íslandsbanka innanlands og erlendis og skráningu í kjölfarið.

Áhugasömum er bent á auglýsingu á utbodsvefur.is en skila þarf yfirlýsingu um áhuga á framansögðum stöðum í gegnum útboðskerfi Ríkiskaupa, tendsign.is

Auglýsing á utbodsvefur.is

Leiðbeiningar um TendSign