Fara í efni

Opinber útboð og Covid-19

Grein eftir Hildi Georgsdóttur, lögfræðing hjá Ríkiskaupum. Birtist fyrst í Kjarnanum 2. maí 2020

Það hefur engum dulist að til að bregð­ast við þeirri nið­ur­sveiflu sem blasir við okkur í kjöl­far COVID-19 hefur rík­is­stjórnin fyr­ir­hugað fjár­fest­ingar af marg­vís­legum toga. Fjár­fest­ing­ar­á­tök eru framundan sem heyra undir hin ýmsu ráðu­neyti. Leggj­ast á í flýtifram­kvæmdir hjá sveit­ar­fé­lögum og hefja fjöl­breyttar nýfram­kvæmdir í sam­göngu­innviðum af hálfu hins opin­bera. Ráð­ist verður í við­halds­verk­efni um land allt sem eflaust hafa setið á hak­an­um, bæði á vegum sveit­ar­fé­laga og hins opin­ber­a.  

Barist um bit­ana

Margir verða um hit­una og vilja sem flestir fá bita af kök­unni enda mörg fyr­ir­tæki sem berj­ast í bökk­um. Þá þarf að tryggja að hlúð sé að sam­keppni og að hún sé gegn­sæ. Horn­steinn laga um opin­ber inn­kaup er m.a að tryggja jafn­ræði fyr­ir­tækja, efla sam­keppni, nýsköpun og þró­un. 

Þeir aðilar sem heyra undir lög um opin­ber inn­kaup eiga mik­inn þátt í því að hjálpa þeim atvinnu­greinum sem standa höllum fæti. Með opin­berum útboðum skv. lögum um opin­ber inn­kaup er gegn­sæi tryggt, sam­keppnin opin og allir sitja við sama borð. Það er því sér­lega mik­il­vægt að nýta öll þau ákvæði lag­anna sem geta eflt efna­hags­lífið og tryggja að farið sé eftir þeim. Vegna þess hve inn­kaup gegna veiga­miklu hlut­verki í rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga er mik­il­vægt að allir opin­berir aðilar vandi til verka við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd þeirra.

Með því að nýta úrræði lag­anna er einnig hægt að auka umhverf­is­vernd í inn­kaupum hins opin­bera, stuðla að ýmsum félags­legum mark­miðum og koma í veg fyrir spill­ingu í með­ferð opin­bers fjár. Inn­kaup eru mik­il­vægt tól í rekstri rík­is­ins og miklir hags­munir fólgnir í opin­berum inn­kaupum og þá sér­stak­lega á tímum sem þess­um. 

Sókn í nýsköpun

Eitt af mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar í aðgerð­ar­pakka vegna efna­hags­legra áhrifa af völdum COVID-19 er m.a. að auka nýsköp­un. Nýsköpun er eitt mark­miða laga um opin­ber inn­kaup sem hefur verið van­nýtt tól til þessa. Höf­undur hefur áður fjallað um nýsköpun og opin­ber inn­kaup hér

Nú er tæki­færið til að horfa meira til þeirra þátta sem hafa fengið litla athygli til þessa og efla um leið efna­hags­líf lands­ins!