Fara í efni

Opinber innkaup í neyðarástandi

Í neyðarástandi sem skapast vegna farsótta eða náttúruhamfara getur verið nauðsynlegt fyrir opinbera aðila að kaupa búnað, þjónustu og fleira með svo skömmum fyrirvara að ekki sé hægt að fara í almennt útboð eða önnur innkaupaferli sem hafa tiltekna tilboðsfresti skv. lögum um opinber innkaup.
Einnig geta virkjast ákvæði samninga um óviðráðanlegar aðstæður (force majeure) og forsendur brostið fyrir innkaupaferlum sem þegar hafa verið auglýstir. Sem dæmi má nefna innkaup á búnaði fyrir sjúkrahús þegar neyðarástand ríkir vegna Covid 19. 

Leiðbeiningar um opinber innkaup í neyðarástandi