Fara í efni

Nýr rammasamningur um tölvuvörur

Ríkiskaup hefur í kjölfar útboðs gert rammasamning um tölvuvörur. Rammasamningnum  er skipt í tvo flokka. 

Flokkur 1
Kaup á  10 eininingum eða færri (tölvum og tölvuskjáum) skulu fara fram með beinum kaupum við forgangsbirgja á fyrirfram skilgreindum búnaði í rammasamningnum á boðnum verðum sem sýnileg verða fyrir kaupendur á heimasíðu Ríkiskaupa.  Forgangsbirgir er Opin kerfi hf.

Kaup á 11 eða fleiri einingum (tölvum eða tölvuskjáum) skulu boðin út í örútboði meðal allra seljenda innan rammasamningsins, Advania Ísland ehf., Origo hf., og Opin kerfi hf.  Kaupendur skulu fara í örútboð ef fyrirfram skilgreindur búnaður í rammasamningi þessum uppfyllir ekki tæknikröfur þeirra.

Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér.

Flokkur 2
Öll önnur kaup skulu fara fram í flokki 2 þar sem Advania Ísland ehf., Origo hf., og Opin kerfi hf. eru seljendur.