Fara í efni

Nýr rammasamningur um hreinlætisvörur

Nýr rammasamningur um hreinlætisvörur hefur tekið gildi og gildir í tvö ár með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum til eins árs í senn.

Samningum er skipt upp í tvo flokka og var samið við fjóra aðila í hvorum flokki.

  • Hluti A - Hreinlætisvörur (Hreinlætispappír, húðvörur og hreinlætisefni)
  • Hluti B - Umbúðir og plastpokar

Markmið samningsins er að tryggja áskrifendum rammasamnings fjölbreytt úrval, hagkvæm verð á hreinlætisefnum og umbúðum þeim tengdum ásamt góðri þjónustu bjóðanda.

Lögð var áhersla á aukin kaup á umhverfisvænum vörum þar sem möguleiki var á því.

Rammasamningur um hreinlætisvörur