Fara í efni

Laus störf - Lögfræðingur frestur til 27. ágúst

Ríkiskaup óska eftir að ráða öflugan lögfræðing í fjölbreytt, spennandi og krefjandi starf á lögfræðisviði.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:  

  • Ráðgjöf vegna opinberra innkaupa
  • Greining og úrlausn lögfræðilegra álitaefna
  • Samningagerð
  • Greinargerðir vegna kærumála
  • Fræðsla og miðlun upplýsinga
  • Stefnumótandi áætlanagerðir
  • Önnur tilfallandi verkefni


Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Meistara- eða fullnaðarpróf í lögum. Lögmannsréttindi kostur.
  • Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla í opinberum innkaupum á s.l. fimm árum eða opinber innkaup hafa verið námsefni á meistarastigi.
  • Reynsla og þekking á sviði samningaréttar og samningaviðræðna.
  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu og geta til að svara erindum á grundvelli upplýsinga-, stjórnsýslu-, starfsmanna- og persónuverndarlaga. 
  • Afburðahæfni í samskiptum og í lausn ágreinings.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni til að starfa undir álagi.
  • Skipulagshæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð. 
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Launakjör eru samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknarfrestur er til og með 27.ágúst 2020. 

Sótt er um starfið á intellecta.is

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)