Fara í efni

Kynningarherferðin „Ísland saman í sókn“ (e. Destination Iceland)

Í fjölmiðlum hefur verið umræða um nýafstaðið útboð um kynningarherferðina „Ísland saman í sókn“ (e. Destination Iceland). Gagnrýnt hefur verið að tilboð erlends aðila, sem er í samstarfi við íslenskt fyrirtæki, hafi verið valið. Rétt er að geta þess að tilboð eru valin út frá fyrirframgefnum valforsendum og hæfniskröfum sem fram koma í útboðsgögnum í samræmi við íslensk lög. 

Lög um opinber innkaup byggja á þeirri forsendu að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og því er skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á Evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu.

Útboðslýsing 21183