Fara í efni

Kynningarfundir vegna Augnsneiðmyndatækis (OCT) fyrir Augndeild Landspítala

Á næstunni mun fara fram útboð á vegum Ríkiskaupa á augnsneiðmyndatæki fyrir Landspítala.

Áður en til útboðs kemur gefst væntanlegum bjóðendum kostur á að kynna hvaða búnað þeir geta boðið.

Áhugasamir sendi inn ósk um þátttöku í kynningunni fyrir 10. október 2019, á tölvupóstfangið verdfyrirspurnir@landspitali.is merkt: „Augnsneiðmyndatæki fyrir Landspítala –  ósk um kynningu“

Hver þáttakandi fær að hámarki 1,5 klst. fyrir kynningu og umræður. Kynningar munu fara fram eftir hádegi dagana 29. október og 5. nóvember. Kynningarnar fara fram á Landspítala.

Markmið fundarins er að fá upplýsingar um nýjungar sem í boði eru, bæði með tilliti til klínískrar notkunar, gæða og hagræðingar. Leitað er eftir lausnum og tillögum framleiðanda varðandi nýja og bætta meðferðar- og greiningarmöguleika sem búnaður þeirra býður upp á.