Fara í efni

Kynningarfundir um endurnýjun þingfundakerfa Alþingis

Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun af hálfu skrifstofu Alþingis um hvenær verður farið í innkaup á nýjum kerfum, en þegar það verður gert verður um framkvæmdina farið að lögum um opinber innkaup varðandi þær lausnir sem verið er að kanna, atkvæðagreiðslukerfi, stjórn þingfunda, skráning þingmála o.fl.

Áhugasamir á markaði verða að skrá þátttöku í kynningunni fyrir 6. júní 2016 á eftirfarandi tölvupóstfang rikiskaup@rikiskaup.is með efnislínunni „Þingfundakerfi Alþingis". Þeir sem skrá þátttöku fá sendar upplýsingar um fundarstað. Kynningin verður miðvikudaginn 8. júní 2016, kl. 15.

Markmiðið er að kynna fyrir mögulegum bjóðendum hvað þingfundakerfi Alþingis gera til að fá upplýsingar í kjölfarið um nýjungar sem í boði eru með tilliti til öryggis, tækni, notkunarmöguleika og kostnaðarramma. Leitað verður eftir lausnum sem í boði eru og tillögum aðila á markaði.