Fara í efni

Innkaupavefur ríkisins

Innkaupavefur ríkisins er hagræðingarverkefni sem fjármála- og efnhagsráðuneytið setti á laggirnar  með þeim tilgangi að fá betri yfirsýn yfir öll innkaup ríkisins.  Fjórar stofnanir taka þátt í verkefninu til að byrja með; Kvennaskólinn, Landhelgisgæslan, Tollstjóri og Ríkiskaup.

Þessar stofnanir eru með aðgang að „Vefverslun innkaupastjóra“  og geta gengið frá kaupum á vörum innan rammasamninga eða þeim sem samþykktar hafa verið inn á vöruskrá vefsins. Óskráðar vörur verður einnig hægt að panta með vörubeiðnum. Pantanir sem hafa verið samþykktar skv. fyrirframákveðnu samþykktarferli berast birgjum beint frá vefnum í formi pdf-skjals með tölvupósti. Stefnt er að rafrænum sendingum pantana á síðari stigum.

Á verkefnaskrá í fjármálaáætlun ríkistjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er „Innleiðing á innkaupakerfi fyrir stofnanir A-hluta“. Samkvæmt henni á að ljúka innleiðingu innkaupavefsins hjá öllum stofnunum í A-hluta fyrir árslok 2022. Fjármála- efnahagsráðuneyti, Fjársýsla ríkisins og Ríkiskaup eru ábyrgðaraðilar verkefnisins. Ríkiskaupum hefur verið falið sjá um innkaupavefinn, rekstur hans, tæknilega þjónustu, vöruúrval, verðeftitlit o.fl. og mun njóta aðstoðar Fjársýslunnar og þjónustuaðilans Advania.